Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 38

Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 38
276 D V Ö L asti fávitaskapur. Og mennirnir, sem draga sitt vesala líf fram í þessum strætum eymdar og fá- tæktar, munu einn góðan veður- dag hverfa þaðan burt og taka sér bólfestu annarsstaðar. Ein- hverntíma verða sýningar haldnar á löngum, auðum götum, svipað og menn sýna nú gamlar hallir og miðaldakirkur. Nýr tími mun vaxa burt fr!á stórborginni, gras gróa á asfaltgötum, og landshornamenn hreiðra um sig í rústum stórra sölubúða“. Að nýr tími geti horfið burtfrá stórborginni virðist höfunduiinn byggja á þeirri staðreynd, að vegna nýjustu samgöngutækja eru allar vegalengdir svo að segja að þurrkast burt. Menn, sem stunda atvinnu í bæ, fara því að geta haft búsetit í mikilli fjarlægð frá hon- um. Áður soguðu bæjirnir til sín fólkið úr sveitum, en útlit er fyrir að sveitirnar fari nú aftur að gleypa bæina. Myndun nýrra landbúnaðarbýla er mikið menningarmál fyrir þetta land, en sveitabúskapur tekur þó aldrei nema örlítið brot af árlegri fólksfjölgun. Meginþorrinn hlýtur að hverfa að sjónum eða í iðnað. En stórborgir með öllum sínum óskapnaði ættu aldrei að rísa hér, yfir það stig í þróunarsögu mann- kynsins þyrfti með ölíu að stíga. Allir vaxandi bæir hér, nýir og gamlir þurfa enn meira land til umráða. Allar nærliggjandi sveitir eiga að leggjast undir þá. Þar eiga svo verkamannabústaðir fram- tíðarinnar að standa, meðolnboga- rúmi fyrir hverja fjölskyldu til ein- hverrar ræktunar. Og þó fjöl- skyldufaðirinn stundi aðalstarf sitt í bænum, við verzlun, iðnað eða almenna vinnu, lifir hann allarsín- ar frjálsu stundir í sveit, hressist þar og endurnærist fyrir magn gróinnar jarðar. Og börn hans al- ast þar við störf og hljóta giftu- ríkara uppeldi en malbikuð gata getur veitt þeim. Sönn, íslenzk þjóðmenning, með sterkum, persónulegum blæ, mun því aðeins halda áfram að blómg- ast og vaxa, að takist að varðveita til íulls samband þjóðarheildarinn- ar við hina óendanlega máttugu og mikilfenglegu náttúru landsins. En týni þjóðin sinni sérstæðu menningu, er hún á flugsnös með að hrapa í hættu frelsi sínu og sjálfstæði. Þejr, sem sjá mun á sál og líkama, hafa hvorugt til að bera. Oscar Wilde. Trúarbrögðin deyja út, þegar það sannast, að þau hafa haft rétt að mæla. Vísindin eru kirkjugarður út- dauðra trúarbragða. Oscar Wilde. Forðastu hverskyns röksemdir. Þær eru aldrei fínar, en oft sannfærandi. Oscar Wilde.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.