Dvöl - 01.10.1938, Síða 43

Dvöl - 01.10.1938, Síða 43
D V Ö L 281 spilduna mína, þegar ég hafði lít- ið að gera, og byrja að grafa brunn. Þegar ég var kominn þrjá metra niður kemur allt í einu upp hrein vatnsbuna. Það er að segja, ég hélt að það væri vatn. En lyktin er svo einkenniíeg, mér finnst það vera olíulykt. Ég fæ ekki langan tíma til að hugsa mig um, því olían bullar þarna upp með svo miklum krafti að ég er hreint og beint neyddui til að flýja“. Gömlu, gljáandi augun hans voru nú orðin tindrandi og hvöss. Það var ekki ég, sem hann sá, hann sá í anda þegar olíulindin spratt upp við rekublaðið hans. ,,Well! Það fréttist fljótt, að hér hafði fundizt olía. Þrjú stór hluta- félög börðust um að fá yfirráðin yfir hverri nýrri uppsprettu. Og þér rnegið trúa því, að ég kom lífi í tuskurnar. Einn forstjórinn kom með rnarga sérfræðinga og bauð mér 200,000 dollara fyrir olíuuppsprettuna. Ég leit á hann og brosti. Þetta var allt svo ó- trúlegt en ég lét sem ekkert væri. En forstjórinn misskildi bros mitt og hélt að ég hefði séð hvað hann ætlaði sér, og að ég vissi hve mikils virði slíkar olíulindir eru. Og þarna stendur hann og býður meira — fyrst 300.000 doll- ara — þá brosti ég aftur — og síðan 400,000. Þá fór ég að líta umhverfis mig eftir steini til þess að sitja á. En þegar hann bauð mér — hálfa milljón, snérist allt fyrir augunum í mér. Að lokum var tilboðið komið upp í eina mill- jón dollara. Þá brosti ég enn, því ég hélt að hann væri að gera skop að mér. En ég víldi ekki láta þennan þrjót standa þarna og henda gam- an að mér, svo að ég sagði að olíulindin væri alls ekki til sölu og að ég hefði ekkert boð gert eftir honum. Well! en þetta verkaði á hluta- félögin eins og lystaukandi með- al. Nú var alltaf boðið hærra og hærra í þennan jarðarskika, sem ég hafði keypt fyrir 100 dollara eða sem næst því. Forstjórarnir komu hver á fæt- ur öðrurn og yfirbuðu hver ann- an og að síðustu buðu þeir mér — tvær milljónir — borgað út í hönd og 10% af nettóágóðanum, sem yrði á rekstrinum. Þetta var þó sannarlega eitthvað annað en kenna spönsku!! f Þessir samningar hafa nú verið í gildi í tólf ár, og aðeins sú upphæð, sem ég hefi fengið af nettóhagnaðinum — 10% — er orðin gífurleg. Og nú sit ég hér. Ég gæti ferðast heim til Nor- egs og gert mikið — byggt spít- ala og gamahnennahæli og keypt alla bæli í sveitinni minni. En það er aðeins eitt sem vantar, að — að þetta hefði allt þurft að gerast meðan við vorum yngri. Ég get því miður ekki sýnt hinuin dánu milljónirnar mínar". Hann varð aftur lotinn og
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.