Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 51

Dvöl - 01.10.1938, Blaðsíða 51
D V Ö L 289 Svo kom nóttin. Ofan frá fest- ingu himinsins varpaði tunglið og stjarnaskarinn annarlegri birtu á ísinn, svo að í spegildjúpi hans birtist mynd af hinu þögla landi urnhverfis, háum fjöllum með stórvöxnum trjágróðri og giljum og lækjarfarvegum, sem fylltust af rjúkandi snjónum úr hlíðunum. Það dundi í svellinu, þegar það brast þvert og endilangt. Or fjarska heyrðist dauft brimhljóð, þaðan sem öldur hafsins brotnuðu við klettótta ströndina. Að lokum trylltist svanurinn af hungrinu og einverunni í þessari lífvana eyði- mörk, svio að hann skálmaði til og frá um ísinn, með fiðrið ýft og í bardagaham, og liáði orrustu við sína eigin afskræmdu mynd, sem hann sá í svellinu undir fótum sér. Hann hjó nefinu í feinn, lamdi hann með vængjunum og reyndi að sveifla hálsinum utan um háls óvinar síns og kyrkja hann. Svo þegar hann gat ekki lengur staðið á fótunum vegna þreytu, skreidd- ist hann á kviðnum upp götuna gegnum sefið, þangað sem maki hans lá dauður; þar ætlaði hann að liggja við hlið hennar og hvíl- ast. En þar var ekki lengi friður. Skyndilega kom snörp vindhviða utan af hafi eftir vatninu og rak snædrifið á undan sér yfir ísinn og fjallshlíðarnar, svo að hrikti í trjánum og þaut í giljum og skorningum, en hvít mjallský Sioguðust hátt í loft upp. Það hvein í sefinu, þegar það sveiflaðistframi og aftur og sópaði burt og feykti langt út á vatn öllu lauslegu í nánd við hreiðrið. Stormhviðan velti líkinu á bakið, svo að það leit út eins og ógeðsleg hrúga, með stirðnaða útbreidda vængi og kvið og bringu atað í for. Þá missti fjallasvanurinn alla stjórn á sér. Hann hóf sig til flugs upp í vindinn og hraktist fyrir honum fram og aftur, en þó alltaf upp á við, þangað til hann missti lögun og lit og varð að litlum depli í snærokinu uppi við fjalls- tindinn. Hann flaug æ hærra og hærra, unz hann náði efstu lögum stormsins, en að því búnu sveif hann á þöndum vængum og með teygðum hálsi suður á bóginn, í áttina iil hafs. Flugið reyndist nú auðvelt, og hann barst suður eftir með feik'na hraða, meðfram klettunum, sem vörpuðu breiðum, svörtum sk'ugg- um á sjóinn og vísuðu honum leið. Þannig flaug hann allan dag- inn. Hann flaug þvert yfir sjóinn og yfir stórt, hrjóstrugtlandsvæði og síðan yfir sjóinn aftur. Undir kvöld lægði storminn, og þá varð flugið erfiðara. Hann yfirgaf ský- in, lækkaði flugið og sveif yfir lygnum sjó, þangað til hann kom að ármynni. Þar flaug hann nokkra hringi og hélt síðan með- fram ánni inn til landsins. Hér var jörðin ennþá græn og loftið ekki fullt af frosti og snjó eins og norðurfrá. Áin rann fram milli
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.