Dvöl - 01.10.1938, Page 55

Dvöl - 01.10.1938, Page 55
D V Ö L 293 Ræktun íslands Eftir Áskel Löve Um þessar mundir skellur kreppa yfir ísland. Og undanfarin ár hefir fjöldi ungra og vinnu- fúsra manna gengið auðum hönd- um víða í bæjunum og ótal fjölskyldufeður til sjávar ogsvei'.a hafa orðið að neita sér og sínum um flest lífsþægindi og jafnvel brýnustu lífsnauðsynjar. Auk hinnar slæmuafkomufólks- ins í bæjunum, hefir hin skæða fjárpest lagzt sem m|ara á bændur laindsins og eflaust opnað augu margra fyrir því, hve illt er að liafa fábreytta búnaðarhætti á landi eins og Islandi, sem ekki hefir málma eða neitt slíkt til að halda sér á floti með á erfiðum hefir hann unnið við húsasmíðar, öl- bruggun, landbúnað, námugröft, niður- suðu mjólkur o. fl. Hann hefir stundað ostruveiðar við Ameríkustrendur, skóg-> ’arhögg í Krnada, og um eitt skeið ól hann manninn austur í Litlu-Asíu, en ekki er kunnugt, hvað hann hafði þar fyrir stafni. Árið 1924 kom út fyrsta bók hans og síðan hver af annarri; Frægust. þeirra allra er skáldsagan „The informer" í It. bindi af „Sögum frá ýmsum lcndum“, er bráðsniöll smá- saga eftir hann í þýðingu Boga Ólafs- sonar. í*i/ð. tímum. Og eflaust hefir margur hugsað til hinnar lítt nýttu mold- ar landsins, þegar féð hefir hóstað í síðasta sinn, eða börnin veikzt, vegna ills aðbúnaðar og ónógrar fæðu. Möguleikar íslenzks landbúnað- ar eru stórir og vafalaust góðir, en þeir eru lítt eða nær alveg óreyndir. En sú litla tilraunastarf- semi, sem framkvæmd hefir ver- ið hin síðari ár, sýnir ótvírætt, að hér er hægt að rækta fjölda erlendra nytjajurta, jafnvel án nokkurra aðgerða til breytinga á eiginleikum þeirra. Lað sýnirbezt, að við þurfum að hefja tilrauna- starfsemi í stórum stíl á grund- velli vísindanna, og reyna þannig að flytja inn sem flestar nytja-; j'urtir annarra landa. Og ef þær ekki vilja hlýða skipunum okkar um góðan ávöxt hér strax, verð- um við að kynbæta þær, hve mik- ið erfiði, sem í það fer, því að ef fjallið vill ekki koma til Mú- hameðs, kemurMúhameð tilfjalls- ins — og þvingar það fullkom- lega undir vilja sinn og vald. Til gamans get ég nefnt hér nokkra möguleika af óteljandi ara- grúa verkefna, sem bíða fram- kvæmdar í náinni eða fjarlægri framtíð.

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.