Dvöl - 01.10.1938, Side 56

Dvöl - 01.10.1938, Side 56
294 D V Ö L Mikill hluti hins ræktanlega landrýmis á íslandi eni mýrar og móar, sem bíða eftir framræslu, sléttiun og nytjajurtum, samkvæmt fullkiomnum áætlunum vísindanna. En hið þegar unna land er enn- þá illa ræktað víðast hvar, sv? að þar er hægt að tala um illa nýtta mold, sem auka þarf af- köstin af að miklum mun. Ræktun landsins verður að fara fram með nákvæmni vísindanna, því að ann- ars getur hun bæði orðið óhæfi- lega dýr og óþægilega gagnslítil. Engri stórri mýri á t. d. að breyta í þurra akra fyrr en ge,rð hefir verið um það nákvæm áætlun vís- indamanna hinna ýmsu ólíku sviða, er þurrkun og ræktun snerta að einhverju leyti. En hvað eigum við að gera við það landrými, sem ynnist á þenn- an hátt? Við eigum að taka upp ræktun allskonar nytjajurta þar. Árlega eru fluttar inn kartöflur og k'álmeti fyrir of fjár, enda þótt það sé fullsannað, að hvorttveggja þrífst með afbrigðum vel í ís- lenzkri jörð. Og samkvæmtsænsk- um rannsóknum eru þu. rkaðar mýrar einhver bezti staður, sem þekkist til kartöfluræktar í stór- um stíl. Korntegundirnar hafa verið reyndar hér í áratug með þeim árang|ri, að óhætt er að fullyrða, að ræktun borgi sig á sumum þeirra nú þegar. Með kynbótum fyrir íslenzkt veðjurfar er án efa hægt að rækta þær með enn betri árangri, svo að ef til vill getum við með tímanum orðið sjálfum okkur að mestu nógir á sviði kornræktarinnar. Auk þessa þurfum við að reyna ræktun iðnaðarjurta í s/tórum stíl. Undanfarin ár hefur t. d. ræktun á líni og hampi aukizt mjög víð- asthvar í Evrópu, og vörur úr tægjum þeirra jurta flytjum við árlega inn fyrir hundruð þúsund- ir króna. Lín er gömul norræn jurt og getur án efa vaxið vel í sandkenndri jörð á Islandi, og á síðustu árum hafa ýmsir gert sér til gamans að rækta hana í smá- um stíl — og með góðum árangri. Og hampurinn, sem til er bæði sem suðræn, frærík jurt og sem norræn, hávaxin planta, getur án efa vaxið á þurrkúðum mýrlend- uin eftir einhverjar kynbætur. Pannig gætu hampur og lín án efa hjálpað til að auka atvinnurta í landinu, því að í fótspor þeirra hlyti að rísa upp nýtízku iðnaður eins og til dæmis strigagerð, tó- gerð, léreftsgerð og fleira. Með kynbótum á trjám er ef- laust hægt að klæða ýmsa íslenzka staði með hlýjum og fögrum trjá- lurtdum, en auk þess er líklega hægt að kynbæta tré til ræktun- ar til höggs fyrir iðnað eða í girðingar. , Túnræktina er hægt að bæta mjög og auka gagnið af henni meðal annars með fjölbreyttariog kraftmeiri gróðri, sem vísindin

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.