Dvöl - 01.10.1938, Side 59
Ð V ö L
297
var mjög þarft, að hann batt enda
á alla þá „fyrirvara“ og „eftir-
vara“, sem togazt var á um í
samningastappiniu við Dani og
tókti svo átakanlega mikið upp
áhuga og krafta ísl. stjórnmála-
manna frá öðrum málum, sem
biðu úrlausnar.
'En síðan stjórnin fluttist inn í
landið og við fengum að ráða
öllum okkar innanlandsmálum
sjálfir, hefir sambandið við Dani
verið svo frjálslegt, að það hef-
ií sjaldnast verið okkur fjötur um
fót. Við höfum getað þroskazt og
kbmizt áfram fyrir kúgun Dana
það sem af er þessari öldinni.
En nú líður óðum að því, að
samningunum við Dani verði sagt
upp eins og sáttmálinn frá 1918
heimilar. Þá er spurningin, hvað
gera skuli á eftir. Það eru aðallega
tvö stórmál, sem eru eftir í sam-j
bandinu við Dani. Það er jafnrétt-
isákvæðið og utanríkismálin. Sjálf-
sagt er það almenn ósk, að jafn-
réttisákvæði þegnanna verði breytt
eða a. m. k. dregið úr því, þótt
ennþá hafi jafnréttisákvæðið oftar
verið hagur íslendinga en Dana.
En sennilega verður meiri ágrein-
ingur um utanríkismálin. Nú fara
Danir að mestu með þau fyrir
okkar hönd. Þeir, sem lengst fara,
vilja að Islendingar taki þau alveg
í sínar hendur og skilji helzt al-
gerlega við Dani. Þeir vilja þá,
að Islendingar hafi íslenzka sendi-
herra víða um lönd. En þetta mun
þó oft vera meira tilfinningamál,
en skynsemdar. Aðrír vilja semja
við Dani um utanríkismálin að
einhverju leyti áfram, en koma
smátt iog smátt upp nokkurskonar
viðskiptafulltrúum í helztu við-
skiptalöndum íslendinga. Og lík-
lega eru þeir til, sem vilja fela
Dönum að fara með utanríkismál
okkar áfram um eitthvert ákveðið
árabil líkt og að undanförnu.
Verði veruleg breyting á þess-
um málum, getur ekki hjá því far-
ið, að slíkt hafi mikijnn kostnað
í för með sér fyrir íslendinga.
Enda munu margir á þeirri skoð-
un, að semja beri við Dani eða
einhverja aðra vinveitta og skylda
þjóð um að fara með mál okkar
í fjölda landa, þar sem við höfum
lítil eða engin skipti við íbúana,
svio sem víðast í öðrum heims-
álfum, Balkanríkjununr og víðar.
En eitt stórt atriði er það í
þessu máli, sem ekki hefir verið
sinnt nema mjög lítið, en gæti
verið einfalt ráð og samt til stór-
bóta, eins og málum er háttað
nú og verður máske enn um lengri
eða skemmri tíma. Það er að hafa
einhvern þann, karl eða konu, sem
skilur vel íslenzkt mál og þekkir
vel til hér heima, við dönsku kon-
súlötin í helztu viðskiptalöndum
okkar. Ræðismenn Dana eru
margir mjög fúsir að greiða fyrir
íslendingum og íslenzkum málum,
en þá skortir oftast tilfinnanlega
þékkingu á okkur, meðfram af
því, að þeir skilja ekki íslenzkt
mál. Væri greinagóður Tslending-