Dvöl - 01.10.1938, Page 67

Dvöl - 01.10.1938, Page 67
D V Ö L 305 Sorg gamla sakamannsins Eftir Pierre Loti Franska skáldið Pierre Loti heiiir rétlu nafni Julien Viaud og er fæddur 14. jan. 1850. 17 ára gamall gekk liann í sjóherinn og meðan hann var í hon- um ■ kynntist hann f jölda landa og þjóða. Hann byrjaði að skrifa skáldsögur tæplega prítugur og hefir síðan skrif- að fjölda bóka urn ýms efni frá hinum mörgu löndum, er hann hafði heim- sótt. Árið 11 ðl var hann kjörinn með- limur franska Akademiesins. Flestar bækur hans liafa verið pýddar á önn- ur tungumál. Á íslenzku hefir komið út eftir hann skáldsagan „Á Islands miðum“, sem gerizt bæði í hafnarbæj- um á Frakklandi og við íslands-strend- ur, á þeim tímum, sem franskir sjó- menn stunduðu fiskveiðar hér við land. Loti andaðist 10. júní 1923, rúmlega 73 ára að aldri. Yves sagði mér þessa sögu. Kvöld eitt var hann á fallbyssu- bátnum sínum með hóp af saka-' mönmim, er verið var að flytja til milliferðaskipsins, sem átti að fara með þá til New Caledonia. Einn af föngunum, sem var mjög gamall maðtur — sjötíu ára eða meira — bar með sér lítið fuglabúr, sem í var lítill, grár ó- sélegur spörfugl. Til þess að eyða tímanum gaf Yves sig á tal við gamla manninn, senr hafði fremur góðlegan svip, en félagi hans, senr hann var hlekkjaður við, var ungur maður með þrjózkulegt hæðrisglott á andlitinu, lítið nef og stór gler- augu, senr hann bar vegna þess að hann var nærsýnn. Gamli maðurinn sagði frá því að hann væri gamall stigamaður og hefði verið sex sinnum í fang- elsi fyrir flakk og þjófnað. „Hvernig getur nokkur maður hætt að stela“, sagði hann, ,,þeg- ar hann er einu sinni byrjaður á því, ekkert hciðarlegt starf fæst, og enginn þykist geta notað hann til neins. Hann verður að stela. Er hann ekki neyddur til þess að gera það? Seinast var ég dæmdur fyrir að stela kartöfluþoka, sem ég fann úti á enginu, ásamt vagn- stjórasvipu og graskeri. En því geta þeir ekki látið mig deyja hér heima í Frakklandi, gamlan mann eins og ég er, í stað þess að hrekja mig þarna yfir um?“ Gamli maðurinn var svo þakk- látur yfir því að líafa hitt mann, sem hlustaði á sögu hans með' samúð iDg hluttekningu, að hann sýndi Yves það dýrmætasta, sem hann átti í þessum hcimi —, búr- ið og litla spörfuglinn. Fuglinn var svo taminn, aðhann þekkti rödd húsbónda 9Ína, sem

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.