Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 76
314
D V Ö L
nefnt sem dæmi um þetta, þá mætti missa
sig myndin af Hvítárgljúfrunum fyrir
neðan Gullfoss, eitthvað af Brúarhlaða-
myndunum o. fl. þ. h.
Sumar fossamyndirnar mœttu víkja
fyrir ööru. T. d. eru tvær myndir af Lax-
fossi í NorSurá, en engin af „Glanna“,
sem er.örlítið ofar í sömu á; en sá foss’
er að mjög margra dómi fullt svo falleg-
ur með einkennilegu umhverfi. Laxveiði
er eitt af því, er dregur útlendinga einna
mest að Islandi. Laxamyndir vantar til-
finnanlega; aðeins er ein mynd frá Sog-
inu, sem sagt er að sé af laxveiði, en
ekkert sést í þá átt nema að einn maður
stendur úti í vatninu. Tilvalið var að hafa
mynd af laxi, þegar hann er að stökkva
t foss og myndir af laxveiði, þar sem
eitthvað væri að sjá viðvíkjandi veiði-
skapnum. Eins vantar fallegar svana-
myndir á „heiðarvatni bláu“, þar sem
cr fagurt umhverfis, héraðsskólana með
skýringu um hitun þeirra vantar, glímu-
myndir o fl. íþróttamyndir vantar og
margt fleira, sem minnir á líf, gróður og
starf. Þó eru þarna ýmsar ágætar líf-
rænar myndir eins og t. d. eftir Vigfús
Sigurgeirsson: Kýrnar sóttar, myndirn-
ar af æðarfuglinum og varpi hans. Eftir
Edvard Sigurgeirsson: íslelnzkur fjár-
hundur. Eftir Björn Amórsson: Rjúpur
í vetrarbúningi o. s frv. Einnig em fálka-
fjölskyldumyndimar ágætar.
Yfirleitt eru skógar- og gróðrarmyndir
fremur fáar og lélegar í bókinni. Þá þyk-
ir mér myndin af bóndabænum misheppn-
uð. Aðeins tvö gömul hjú sjást, en máske
er það ímynd þess, sem er að verða: að
æskan flýr burt úr sveitunum. En sveita-
bær með mörgu fólki við vinnu og einn
að lesa fyrir alla á vökunni, er sá sanni
gamli íslenzki sveitabær, sem Ijúfast er að
kynnast og muna,
Stutt skýring er með hverri mynd á
þrem tungumálum auk íslenzku. Kvað
Guðbrandur Jónsson hafa búið þær út.
Mættu þær vera gleggri allvíða. Skaði er
að skýringarnar skuli ekki vera á neinu
Norðurlandamálinu nema okkar. — Menn
kannast vfirleitt ekki við að sjáist um allt
Island af tindum Kerlingarfjalla, „It is
said that the vhole of the eountry can
be seen from ^its summits,“ segir Guð-
brandur.
Ýmislegt fleira mætti finna að bókinni.
En þegar næst verður gefin út svona
bók, er þessi ágæt til hliðsjónar, þótt
ýmislegt verði þá nauðsynlega að hafa
fullkomnara. Bók þessi er sérstaklega til
fróðleiks og ánægju fyrir útlendinga og
íslendinga. sem dvelja í öðrum löndum,
þrátt fyrir ýmislegt, sem ákjósanlegra
hefði verið að væri á annan veg í henni.
Inngangurinn eftir Pálma, sem er lýs-
ing á landinu, er meistaraverk. Eg minn-
ist ekki að hafa lesið betur ritaða grein
um langt skeið. Ilér er sýnishorn: „Ætla
mætti, að á fslandi væri að finna marg-
víslegar leifar horfinna tíma. Þessu er þó
annan veg farið. Engar rústir rísa þar
við ský, og flest mannvirki fyiTÍ alda em
löngu evdd og grasi gróin eins og kuml
þeirra kynslóða, sem þá byggðu landið.
Þó hafa þær reist sér minnisvarða, sem
standa mun svo lengi sem íslenzk tunga
er töluð. En hann er ekki höggvinn í
berg. heldur gevmdur í minnum og menn-
ingu þióðarinnar, meitlaður fast í form
lióða og sögu. Og bví mun hann standast
tímans tönn, þó að marmarinn molni og
granítið grotni £ sand.
Bókmenntimar fomu em dvrmætnsta
eign íslendinga. næst eftir landið siólft,
og hin stórbrotnasta list. sem norrænn
andi hefir skapað og miðlað menningu
liins hvíta kvns. Handrit beirra verða
ekki metin til fiár, og veldur bví ekki
efnið eitt. heldur og handbragð þeirra,
sem festn bau á bókfellið. Og öll eru bau
leikin höndiim liðinna kvnslóða og ornin
afnlli tímans. sem gefur hinum gulnuðu
blöðnm kvnlegt aðdráttarafl."
Þótt ísland sé einkennilegt ],and og
margt sé vel gert af nútíðarkvnslóðinui,
sem það byggir, ])A eru það fornbók-
menntirnar, sem ennþá eru stæreti hróður