Dvöl - 01.10.1938, Side 78

Dvöl - 01.10.1938, Side 78
316 D V 6 L Minniögftritið, seai er vandað að frá- gangi, er fengur gömlum ungmennafé- lögum. Við lestur þess rifjast upp gaml- ar endurminningar og yfirlit fæst um livað þessi merki og áhrifamikli félags- skapur hefir hafzt að. 0g þó er hin ó- skrifaða saga máske bezt, sem mjög víða má lesa milli línanna, og einn ung- mennafélagi minnist á í niðurlagi frá- sagnar af félagi sínu: „Ef til vill er bezta saga æskufélaga sú, sem ekki verður skráð, en kemur fram smátt og smátt í lífi fólagsmanna sjálfum þeim og íslenzku þjóðinni til blessunar." Þegar litið er yfir þessa 30 ára sögu imgmennafélaganna, sést, að upptök mjög margra framfara og umbótamála er að rekja til þeirra. Og það er líka áreiðan- legt að þau hafa verið drýgsti vakningar- og þroskunarskóli fjölmargra nú mið- aldra manna. En ekki er því að leyna, að mörg hafa vonbrigðin orðið lílca, eins og oft vill verða hjá bjartsýnni og stórhuga æslcu. Eitt af stærri málunum, sem ung- mennafélögin og einstakir ungmennafé- lagar hafa barizt diarft og fómfúst fyrir er að koma upp alþýðu- eða héraðsskól- unum í landinu. Meðal annars væntu þeir ungmennafélögunum mikils styrks úr ])ein-i átt, þegar sigurinn væri unninn. Og þeir unnu stóra sigra. En þarna virðast ætla að verða sár vonbrigði. Yarla nema í einum skólanna hefir að jafnaði starfað lifandi og gott ungmennafélag. En í ýms- um hinna skólanna hafa kennaramir ver- ið að kúldast með annan félagsskap, að vísu að nokkra leyti hliðstæðan ung- menny félógunum, en þó frægastan fyrir að kona af stað sundurlyndi og sund- rung í kólunum. í Noregi, þar sem ung- mennaftlögin hafa lengi verið mjög til fyrirmyndar, hafa lýðskólarnir og kenn- arar þeirra verið félaganna hálfa líf. Þar hefir nú um fleiri áratugi verið arinn ungmennafélagsskaparins, sem hressandi straumar hafa komið frá í félögin um allt landið. — Ýmsir ágætir, gamlir ung- mennafélagar hér á landi hafa fengið góðar stöður við héraðsskólana, en það er eins og þeir hafi gleymt að nokkuð miklu leyti ungmennafélögunum. En í nngmennafélögunum á æskau að geta sameinazt um svo ótal margt, en lagt á liilluna allt skæklatog um stéttir og flokka, og á því hefir æskan fulla þörf. Nógur tíminn seinna að dragast í sérdilk- ana eftir stétta- og stjórnmálaflokkum. Þetta og fjölda margt fleira vekst nú upp hjá gömlum ungmennafélaga við lestur minningaritsins, sem er ein af 3— 4 bókum, útkomnum á þessu ári, er ég vil helzt eiga. Hún er ekki aðeins fengur gömlium ungmennafólögum, held- ur líka þeim, sem utan við hafa staðið en vilja fræðast um þessa merku félagshreyf- ingu, sem hefir verið upphaf og afl- gj.afi margháttaðrar menningarstarfsemi miðaldra kynslóðarinnar. Og ungmenna- félögin era félagsskapur, sem enn á eftir að verða mörgum eitthvað svipað og yngsti höfundiur minninganna, sem er ungur kennari, segir í grein sinni í Minn- ingaritinu: „— Ég fagna því innilega að hafa kynnzt þessari æskulýðshreyfingu, því að hún hefir mest og bezt stutt að alhliða þroska mínum og viðleitni til að verða að manni.“ V. G. Jón Magnússon: Björn á Reyðarfelli Einyrkjasaga. — ísafoldarprentsmiðja h.f. Þetta er ein af eigulegri bókum ársins. Þessi einyrkjasaga hefst á því, að sagt er frá ungum og álitlegum sýslu- mannssyni — einbirni ríks föður, — sem verður það á., að fella ástarhag til einnav vinnukonunnar á sýslumannssetrinu: „Hun vann í þögn sín þreytuverk og þáði skammtað brauð. En átti þetta yndisfas, sem allir sveinar dá.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.