Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 80

Dvöl - 01.10.1938, Qupperneq 80
318 D V Ö L æfintýri frá Austurríki — Tékkóslóvakíu — Rúmeníu — Búlgaríu — Tyrklandi — Litlu-Asíu — Grikklandi og Ítalíu. Frásögnin er látlaus og allvíða fróð- leg og skemmtileg og er sennilegt að m. a. margir, sem aldrei lcomast út fyrir landsteinana, en brenna alla æfi af útþrá, hafi ánægju af að lesa þessa bók og ferð- ast þannig „í anda“ suður nm lönd með þessum útsækna daladreng úr Húnaþingi, sem var að svala útþrá sinni, en fann að ferðalokum „a'S þótt gaman sé a'ð fara til annara landa, þa er þó meira gaman að koma heim.“ Bairnabækur. Af öllum þeim fjölda barnabóka, sem út hafa komið undanfarið, er Sagan af Gutta og sjö önnur Ijóð með því bezta. Þetta eru létt ljóð við barna hæfi, ort a£ Stefáni Jónssyni kennara. Efnið er úr daglega lífinu og ljóðin kveðin undir létt- um þekktum lögum, svo sem: Frjálst er í f jallasal, Öxar við ána, Fyrst ég annars hjarta hræri o. s. frv. Tryggvi Magnússon hefir gert skemmtilegar teikningar við hvert kvæði. Þórhallur Bjamason prent- ari gefur bókina út. Þetta er ágæt bók handa 5—8 ára bömum. Önnur bamabók er það líka, sem út hefir komið, og vert er að veita athygli. Hún heitir Börnin slcrifa, og er skrifuð eingöngu af börnum, en efnið valið af kennurunum Aðalsteini Sigmundssyni og Ingimar Jóhannessyni, sem báðir eru í fremstu röð bamakennara hér á landi, og eru þar þó margir mjög góðir menn. Þeir láta þama bömin sjálf hafa orðið og mun fjöldi bama hafa ánægju af að lesa það, sem stallsystkini þeirra hafa skrifað, þar finna þau sinn eigin hugsanagang og þau eiga svo hægt með að skilja jafn- aldrana. Og þetta glæðir áhuga barnanna til starfa, að finna að þau geta eitthvað, en þess er einmitt svo mikil þörf nú á tímum. V. G. Jóhannes úr Kötlum. Fuglinn segir . . . Með myndum eftir Tryggva Magnússon. Bókaút- gáfa Heimskringlu, Reykjavík 1938. Höf. þessa litla kvers hefir um nokk- urra ára skeið staðið í fremstu röð ís- lenzkra ljóðskálda. Hann hefir einnig fengizt við skáldsagnagerð, og ennfrem- ur hefir hann sýnt, svo að ekki verður um villzt, að hann getur skrifað full-sæmi- lega blaða- eða tímaritsgrein, ef hann þarf á að halda. — Nú sendir hann frá sér sögur, skrifaðar fyrir börn, og um böm, bæði manna og fugla. Það er meiri vandi en vegsemd að rita góðar bamabækur, ekki sízt þegar skrif- að er í líkum „dúr“ og t. d. H. C. And- erscn gerði. Þó vaknar óðara hjá lesand- anum hneigðin til samanburðar, og það próf standast fæstir, enda vammlaust að falla á því. Og enda þótt þessi bók Jó- hannesar taki fram mörgu því, sem bor- ið hefir verið og borið er enn á borð fyr- ir yngstu lesenduma, þá hefði verið ólíkt æskilegra, að hann hefði varið þeim tíma, sem fór til þess að semja þetta kver, í það að yrkja — þó ekki hefði verið nema eitt eða tvö smákvæði fum börnin, eða fyrir bömin. Við, unnendur ljóða hans, vitum, að hann gctur hvort- tveggja prýðilega vel. En því má aldrei gleyma, að sérhver dagur í lífi beztu listamanna hverrar þjóðar er dýrmætur tími. Þ. G. Nýtf fímatríf. Fvrir nokkmm árum var prentað í Dvöl brot úr ræðu fluttri á fimmtugs- afmæli Jónasar Jónssonar alþingismanns. Þess var getið þar, að kærkomnast myndi afmælisbarninu, að til væru sem flestir vökumenn meðal þjóðarinnar. Nokkru eftir þetta var farið að reyna að búa til hreyfingu, einkanlega í héraðsskólunum, sem kölluð var „Vökumannahreyfing“.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.