Dvöl - 01.04.1946, Síða 5

Dvöl - 01.04.1946, Síða 5
DVÖL 83 haföi ekki auönazt að koma aftur, þó að hann hefði reynt þaö. En Vasco Gomez var kominn aftur. Og frá því augnabliki er hann steig á land á strönd eyjarinnar þá um daginn var f j ársj óðurinn ekki lengur eign Pedros, heldur eign hans — fjársjóður Vasco Gomez. Ekki þurfti hann aö óttast þá, sem falið höfðu herfangið. Bein þeirra voru grafin með verkfær- um þeirra. Þeir mundu ekki ónáða hann. Það sem raskaöi jafnvægi hans, var hugsunin um það, að pokarnir og kisturnar utan um fjársjóðiinn væru ef til vill fúnar sundur. Ef svo væri, yrði hann að búa til nýjar hirzlur — maður gat ekki lagt í langa sjóferð með hálf- an bátsfarm af glóandi, óhuldu gulli. Að minnsta kosti hálfur báts- farmur, ef til vill meira. Það hlaut að vera dásamlegt að geta skoðað þetta gull í næði. Hann hafði að- eins séð það sem snöggvast í birtu daufra ljóskera, nóttina þá, sem honum stóð ljósust í minni. En það mundi fullnægja þörfum hans ■— að minnsta kosti nóg til að kaupa fyrir feita daga og fagrar fjaðrir — eða jafnvel fyrirgefn- ingu guðs, útmælda í sálumessum og kertaljósum. Nóg til að kaupa fyrir ást og hatur — og langlífi til handa Vasco Gomez. Og allt, sem gera þurfti, var svo einfalt. Eina eða tvær vikur til að há upp fjársjóðnum. Tvo þrjá mánuði til að smiöa bát og útbúa hann. Ef til vill gæti lengri tími liðið, því að hann gæti ekki lagt í sjóferð á stormatímanum. En hvers virði var tíminn nú, þegar hinu mikilsveröasta takmarki var náð Síðan sextíu mílna sigling á opnum báti til næstu eyjar — þrekraun í augum hvers einasta landkrabba, en barnaleikur einn fyrir Vasco Gomez. Þar bjuggu hæggerðir Indíánar á næstu eyju, Vasco Gomez þekkti þá, hann hafði lagt sig fram til að gera þá að vin- um sínum. Svo dálitla stjórn- kænsku — máske morð — annað skip og ofurlitla undirferli gagn- vart þeim á meginlandinu — hann þekkti mann, sem naut hylli land- stjórans og hann vissi, hvernig hann gæti hagnýtt sér hylli hans. Og síðan allt: Konungsskykkju á axlir og veldissprota í hönd — „Hinn hávelborni Vasco Gomez“ — virðuleg framkoma, dálítil yfir- varpssamvizkusemi og svolítil skinhelgi — marmaraaltari í gam- alli dómkirkju til að gera Guð á- nægðan — og bæði þessi heimur og sá næsti breiddi faðminn móti hin- um iðrandi sjóræningja. Allt gegn gulli — allt var hægt að kaupa við gulli. Það var ekkert í heiminum, sem ekki mátti fá fyr- ir gull. Hann reif sig upp úr vöku- draumum sínum og starði hvössum augum til hafs. Briggskipið var nú eins og smádepill að sjá, brátt

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.