Dvöl - 01.04.1946, Page 7
DVÖL
85
En þetta var ekki lengur Vasco
Gomez. Vasco Gomez var hér —
Vasco Gomez var nú hér — aleinn.
Hann fann sjálfan sig smækka
við þessar hugsanir, smækka eins
og briggskipið, sem hvarf. Brigg-
skipið hafði líka verið traust og
stórt í fyrstu — síðan smækkað —
loks orðið eins og leikfang — smá-
depill á haffletinum. Þannig var
því varið með hann. Hann sá lítinn
mann á lítilli eyju — dverg settan
niður á spónfylli af jörð mitt í
endalausri víðáttu hins bláa hafs.
Svitinn stóð í dropum á enni
hans, þó að hann hefði ekki unnið
sér erfitt. Þegar hnífur hans sneið
spænina úr trénu, sem hann var að
telgja, heyrðist ofurlítill hvinur —
og þessi hvinur var eina hljóðið,
sem heyrðist. Honum fannst hann
heyra þetta hljóð dreifast í allar
áttir yfir láð og lög og hvergi mæta
neinu öðru hljóði, sem það gæti
samlagazt, — og hvergi — mæta
— neinu — öðru — hljóði----------
Allt í einu reif hann sig upp úr
þessum hugsunum. Hann vissi,
hvað olli þeim. Hann hafði nú
dvalið á eynni næstum fimm mán-
uði, að því er hann ætlaði. Hann
vissi, hvað stundum kom fyrir
menn, sem voru svona einmana,
þekkti augnaráð þeirra og vissi, að
þeir þóttust oft heyra annarlegar
raddir umhverfis sig.
Hann hafði ekki búizt við, að
nokkuð slíkt kæmi fyrir sig, hann
var of þrekmikill og skynsamur.
En ef svo var, þá það — hann vissi
nú hvar hættan var og gat verið
á verði gagnvart henni. Strax og
hann var kominn að þessari nið-
urstöðu, varð hann hressari. Him-
inn og jörð fengu aftur á sig svip
hversdagsins.
Hann hafði tæpast búizt við aö
ljúka smíði bátsins á minna en tíu
dögum, en vinnuákafinn tók hug
hans allan. Meðan hánn vann, gat
hann ekki orðið að engu — og
himinn og haf gengu heldur ekki
úr skorðum. Annað slagið var hann
ósjálfrátt að hafa yfir spakmæli
á hrognamáli, sem Indíánarnir
töluðu. Og sjálfur hlustaði hann
áfergjulega, þegar orðin féllu af
vörum hans. En þó var þessum
orðum í einhverju ábótavant —
þau skorti hreim einhverrar radd-
ar, sem ekki væri hans eigin.
Að fjórum dögum liðnum var
báturinn fullgerður og kominn á
flot á voginum.
Hann hafði verið að safna vist-
um síðustu mánuðina. Hann hafði
jafnvel búið sér til kagga undir
vatn. Það tók ekki nokkra stund
að koma þessu um borð aða ganga
frá hinum einfalda seglabúnaði.
Hann furðaði sig á því, meðan
hann fermdi bátinn, með hve ó-
sjálfráðum flýti hann gerði það.
Ekki skipti það nokkru máli, hvort
hann leggði úr höfn að viku liðinni,
eða ekki fyrr en eftir mánuð,
stormatíminn var nú liðinn. En
þessa síðustu daga var tíminn ekki