Dvöl - 01.04.1946, Síða 10

Dvöl - 01.04.1946, Síða 10
88 DVÖL það er kominn tími til fyrir þig að leggja af stað, vinur minn, á morgun förum við. Morgu^dagurinn rann upp, sjórinn var sléttur eins og spegill. Og þó, var ekki skýhnoðri yzt við sjóndeildarhringinn í suðri? Hann yggldi sig óþolinmóður — var hann að tapa sér? — sjómaður hræddur við hvítan smádíl á himinhvolf- inu? Tregum skrefum gekk hann að bátnum. Þá datt honum nokkuð nýtt í hug og honum létti stórum, umbúðirnar utan um fjársjóðinn. Gömlu pokarnir voru fúnir, hann varð að búa til nýja poka eða nýjar kistur. Hann varð undir eins rólegur og eyddi morgninum til að velja sér við í kisturnar. Að lyktum voru kisturnar til- búnar, en ekki fyrr en stormarnir voru byrjaðir. Vasco Gomez var enginn fáviti — aldrei mundi hann leggja á haf með þvílíkan farm, fyrr en stormatíminn væri um garð genginn. Á meðan dreymdi Vasco Gomez dagdrauma, þar sem hann lá á fjársjóði sínum. Til þessa dags hafði líf hans verið helgað baráttu líðandi stundar, en nú dafnaði ímyndunarafl hans eins og stór svefnjurt, draumarnir voru eins og skarlatsklæði breitt fyrir bera fætur honum til að ganga á. í fyrstu voru þetta venjulegir dagdraumar farmannsins — nóg fæða og drykkjarföng — eftirlátar gleðikonur í hverri höfn — en með tímanum urðu þessir draum- ar markvissari, fágaðri, stórfeng- legri. Hljómleikar við hvert borð- hald, beztu víntegundir bornar fyrir hann. Hann hvorki hámaði í sig matinn né( varð ofurölvi. Ef hann ók sér til skemmtunar, voru þjónar og varðmenn á allar hliðar, konungurinn kallaði hann frænda sinn og kyssti hann á kinn- ina. Og þegar hann kom heim til hallar sinnar, var það ekki nein gleðikona, sem bauð hanh velkom- inn, heldur konungsdóttir, sjávar- dís, fegurðin sjálf í gyðju líki. Stundum var hún svört eins og nóttin, stundum björt eins og morgunroðinn. Það skipti engu máli — hún var ætíð sú sem hann óskaði helzt, ímynd allra kvenna, sem hann hafði kynnzt, en þó ætið jafn fögur. Svo jókst vald hans og tök hans náðu æ víðar. Hann kom af stað styrjöldum og samdi frið, rændi eina þjóð og lagði aðra undir sig, saddi hungur sveltandi þjóða, stillti æðisgengnar öldur úthafs- ins. Konungurinn kallaði hann ekki lengur frænda, nú tók hann með þökkum hnútunum af borði Vasco Gomez. Menn hvísl- uðu um það sín á milli, að eng- inn, nema himnafaðirinn, gæti búið yfir öðru eins valdi. Og boð fékk hann áreiðanlega, sem ekki voru öll af þessum heimi. Morgun einn, er stormurinn var á enda, var Gomez á gangi og

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.