Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 13

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 13
DVÖL 91 að jafnvel sjórinn væri í þjónustu andstæðingsins og leit þess vegna upp til landsins. Að síðustu settist hann niður í sandinn, handleggirnir voru mátt- lausir og hjartað örmagna. Hann var mjög þreyttur, en hann var ákveðinn í að hætta ekki barátt- unni, meðan hann gæti dregið andann. Allt er hægt að kaupa fyrir gull, endurtók hann þrákelknislega við sjálfan sig. Engum getur mistek- izt, sem hefur peninga — allt er hægt að kaupa fyrir þá — þjóna — ríkisstj órnir — konunga — há- an aldur — Guð sjálfan, að lok- um. . . . Aldan kom langt að — hann heyrði hana koma. Hann bjó sig til að mæta henni, en það var of seint. Þetta var ekki sjávaralda — sjórinn var spegilsléttur. Þessi alda jókst — reis — féll yfir hann. Hann fann árásina og skalf. Nú var hann yfirbugaður. Allt var hægt að kaupa við gulli, allt að Guði sjálfum. Ekki án undantekningar. Þú getur keypt mikið. Þú getur keypt kerti og sálumessur. En Guð lætur ekki kaupa sig. Það er sannleikurinn. Án þess að sýna ytri merki geðs- hræringar lagðist hann í sandinn, Því nú var hann yfirunninn, og fann hverja frumu líkama síns drekka í sig þennan sannleika. Eftir langan tíma fór friður að færast yfir sál hans. Að lokum stóð hann á fætur. Hann fann þróttleysi sitt, er hann var staðinn upp og göngulag hans var göngulag gamals manns. En nógan þrótt mundi hann enn hafa til þess verks, sem beið hans. Hann gekk að litla vognum, þar sem bátur hans var bundinn og nam staðar og starði ofan í vatnið. Já, þetta var staðurinn. Hann hafði synt þar oft, en til þessa aldrei fundið neinn botn. Þarna hlaut að vera hyldjúpt. Hann greip það af fjársjóðnum, sem hendi var næst — það var andlitsgríma úr gulli — og lét hana falla úr hendi sér niður í vatnið. Hún glóði í vatninu þegar hún sökk, svo hvarf hún. Hann varp öndinni, beygði sig niður og tók upp næsta grip. Að lokum var aðeins gamli gull- peningurinn eftir. Hann vó pen- inginn hirðuleysislega í hendi sér, eins og hann væri verðlaus öðu- skel. Það var mannsandlit öðrum megin á peningnum — nef manns- ins líktist nefinu á Pedro. Skrítið að setja andlitsmynd á svona grip! Hann lét peninginn falla úr hendi sér, það glóði á hann þegar hann sökk í grænt hyldýpið, og svo var hann horfinn. Honum hafði fundizt hver grip- ur draga með sér hluta af sálu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.