Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 17

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 17
dvöl Ó5 geles. Samtímis þakkaði ég hon- um fyrir að hafa sent mér svo á- nægjulegan sjúkling. Hún var aðeins eina viku í sjúkrahúsinu — meðan á stríðinu stóð voru sjúkrahúsin svo full- skipuð, að vika var það lengsta, sem konur fengu að liggja þar eft- ir barnsburð, ef allt gekk vel — en meðan hún lá þar, fékk ég ekk- ert meira að vita um hana. Hún var ætíð alúðleg í viðmóti, og augnaráð hennar var enn inni- legra, en venjulegt er um sjúkl- inga. Hún fékk aldrei heimsókn. hegar hún sagði eitthvað, var það athugult og greindarlegt, og hún hafði alltaf nokkrar góðar bækur á náttborði sínu. Skemmtilegasta tómstundagaman hennar var að teikna smámyndir af hjúkrunar- konunum og barninu — athyglis- verðar myndir, sem báru vitni um hugkvæmni og dráttleikni. Ég tók eftir því, að hún forðað- ist eftir megni að'tala um sjálfa sig, og þar sem Winston læknir hafði marga sjúklinga, sem voru kvikmyndaleikarar í Hollywood, komst ég að þeirri niðurstöðu, að hún mundi vera þaðan, og hún hefði komið til mín til þess að komast hjá umtali. Slíkt hafði komið fyrir áður, og ég viður- kenndi fúslega þessar ástæður. Hún bað um reikning frá mér og borgaði hann þegar. Sjúkrahús- dvölina borgaði hún einnig þegar. Og þegar hún fór, skildi hún eftir nokkra fjárhæð til greiðslu á dvöl barnsins, unz hún gæti látið sækja það — „eftir svona fjórar til fimm vikur, þegar ég er búin að finna henni góðan samastað“. Tveim dögum eftir að hún fór fékk ég bréf frá Winston lækni. ,,Ég á ekki skilið neinar þakkir,“ skrif- aði hann, „því aö ég hef aldrei sent yður neinn sjúkling með þessu nafni. í Los Angeles er heldur eng- in gata til með því nafni, sem þér gefið upp sem heimilisfang þess- arar konu, og nafn hennar finnst ekki í símaskránni." Nú fór mér að finnast þetta allundarlegt. Ég leit á barnið á hverjum degi. Þrem vikum seinna, er ég var ekki staddur í sjúkrahúsinu, kom þar hjúkrunarkona með skriflega tilkynningu frá móðurinni um það, að hún ætti að taka barnið meö sér. Nú var ég úr allri ábyrgð um þetta, svo að næst hefði legið fyrir mig að gleyma þessu atviki með öllu, en undarleg atvik loða jafn- vel við minni annríkra lækna. Hálfu ári seinna vildi svo til, að ég kom í lítinn námubæ á vestur- ströndinni. Þegar ég hafði lokið erindum mínum þar, settist ég út á svalir gistihússins og ræddi við veitingamanninn, meðan ég beið eftir lestinni. Hann sagði mér eitt og annað um þá, sem fram hjá gengu. Svalirnar vissu út að göt- unni, sem var böðuð sól. Allt í einu sá ég, að glæsileg bifreið kom eftir götunni og stanz-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.