Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 26

Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 26
104 varð konunni fyrst að orði. Við sögðum henni eins og satt var, að við hefðum sett metnað okkar í að fara sem mest fararinnar upp á eigin spýtur. „Voruð þið ekki hræddar að fara upp Skálakamb," var næsta spurning. Við neituðum því harðlega. En í stað þess að hallmæla okkur fyrir fífldirfsku og flan, eins og allir aðrir höfðu gert, sagði konan með aðdáun í röddinni: „Þið eruð bara eins og karlmenn, og það færir1) karl- menn,“ bætti bóndi hennar við. Þennan tón líkaði okkur betur við, þótt við værum því ekki sam- mála, að einskorða dugnaðinn við karlmenn. Við fórum þess á leit að fá flutn- ing yfir víkina, en þess var ekki kostur. Bóndi kvað ólendandi á Horni fyrir brimi. Dagur var nú að kvöldi svo við báðumst gistingar og var hún strax heimil. Húsfreyja bauð okkur til stofu og bar okkur mat mikinn og góðan. Við gerðum matnum „ókvenlega“ mikil skil, og léttvægir diskar fóru af borð- um. Húsfreyja hafði reitt okkur hvílu á bekk í stofunni. Við tókum því á okkur náðir og sofnuðum brátt. Eldsnemma næsta morgun vakn- 3) Færir menn eru þeir kallaðir á Hornströndum, sem geta farið í fjöll án þess að sundla. DVÖL aði ég við það að húsið lék á reiðiskjálfi. Var nú komið þvílíkt rok, að ég hafði varla séð eða heyrt öllu meira, og mér fannst hvassviðri gærdagsins goluþykur hjá þessu. Ég hnippti í Hana og benti út um gluggann á lausa muni, sem þyrluðust eins og fis fyrir ofurmagni vindsins. Hún, sem var syfjuð, horfði upp í loftið og rak augun í lampann, sem sveiflaðist þar fram og aftur á fleygiferð. „Hann getur komið í hausinn á okkur,“ æpti hún og stakk höfðinu undir sængina. Heimafólk tjáði okkur, að gildir karlmenn mættu hafa sig alla við, ef þeir ættu að komast milli ná- lægustu skepnuhúsa. Við tvær, litlar konur, máttum því búast við að fljúga eins og þurrir hrossa- taðskögglar eitthvað út í buskann. Þar sem við þar með vorum nauðbeygðar til að níðast á gest- risni hinna greiðviknu húsráð- enda enn um stund, lágum við kyrrar í rúminu og létum okkur líða vel. Húsfreyja, sem sá hvað við vor- um latar, færði okkur ilmandi kjötsúpu ásamt sílspikuðu sauða- kjöti. Við réðumst á hið girnilega kjöt af mikilli grimmd og lukum af hrokafullum súpudjskum. Ég var þá orðin svo södd, að ég lagðist út af og gat mig varla hreyft. En Hún, sem hugðist að bæta á sig öðrum diski, reyndi að telja mér trú um, að það þætti dónaskapur
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.