Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 27

Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 27
DVÖL 105 á Ströndum að eta einungis einn súpudisk í einu. En dóni varð Ég þá að heita, því nú mátti ég ekki meir. En Hún lauk af öðrum diski og sýndi þar sem fyrr hvílík hreystikona hún var. Upp úr hádegi slotaði veðrinu að mun og hugðum við þá til ferðar. Ætlunin var að ganga inn fyrir Hornvík. Fyrir botni Hornvíkur er eins og fyrr er getið, bærinn Höfn,- Þar er og allmikið undirlendi. Var gamalla manna mál, að engjar þar nægðu 12 karlmönnum til sláttar sumai’langt. Skammt frá Höfn er á, sem Hafnarós nefnist. En það er einkennandi fyrir ár þar norður frá, að nöfn þeirra enda á ós en ekki á, á eða fljót eins og í öðrum landshlutum. Taldi Ég það vera af því, hve stuttar þær væru, en ekki veit ég hvort sú tilgáta á nokkurn tilverurétt. Okkur var sagt, að Hafnarós hefði verið á ís, en væri nú ótrygg- ur, hugsanlegt væri þó að vaða hann á fjörunni. Unglingspiltur í Rekavík fylgdi okkur að ósnum. Á fjörunni var ósinn bráðófær. Hann valt þar fram kolmórauður, hyldjúpur og straumþungur, auk þess sem drengurinn sagði okkur frá sandbleytum og alls konar en- demum, sem í honum leyndust. Drengurinn reyndi að vaða út í en sneri brátt til baka. Við geng- um þá upp með ósnum í þeirri von að geta komizt yfir ísinn. Dreng- urinn fékk lánuð skíðin mín til að kanna ísinn, en ótryggan ís er öruggara að ganga á skíðum. Við, sem alltaf vorum jafn bráðlátar, eirðum ekki biðinni á bakkanum og héldum í humátt á eftir drengn- um. Vatn rann ofan á ísnum og var hann allháll. Veðrinu hafði slotað að mun en þó komu enn snarpar þotur. í einni hviðunni fýk ég af stað á fleygiferð niður eftir ánni. Framundan var opinn hylur, bólginn af klakaruðningi, og sandkvika í botni. Óskemmtilegt útlit. Skyldi hér enda mín fræga för? Átti ég eins og Móse forðum aðeins að eygja fyrirheitna landið, en komast þangað aldrei? Og því- lík ferðalok. Að kafna í sandbleytu,, reka síðan hauslaus á haf út og verða sjódraugur við Hornbjarg. Þessar og álíka skemmtilegar hugsanir flugu um huga minn, þegar Ég í ofboðslegri skelfingu horfði á hið síminnkandi bil, sem var á milli mín og vakarinnar. En ófeigum verður ekki í Hel komið, segir máltækið. Einhvern veginn tókst mér að krækja skíða- stafnum, sem ég hélt á í hendinni, í glufu á ísnum og stöðva mig þar faðmslengd frá dauðanum. Hún, sem í orðvana hræðslu hafði horft á eftir mér, kom nú til hjálpar. Drengurinn kom til baka, kvað ísinn færan ef gætilega væri farið, afhenti skíðin, kvaddi og fór. Við héldum nú ótrauðar áfram, komumst klakklaust yfir ósinn og
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.