Dvöl - 01.04.1946, Síða 29

Dvöl - 01.04.1946, Síða 29
DVÖL 107 var altaf hugmyndarík kona, og vildi skemmta mér eftir föngum, fékk öll ungmenni staðarins til að hafa hall um kvöldið. Það var ó- trúlega skemmtilegt. Svo kom sunnudagur. Heimför mín hafði nú dregizt úr hófi fram. Ég vaknaði snemma og var albúin ferðafötum, er húsfreyja kom með morgunkaffið og sagði, að það væru að minnsta kosti 12 vindstig úti og alófært yfir víkina. Það ætlaði ekki að verða enda- sleppt þetta ótætis rok. Allan sunnudaginn var ég í versta skapi. Yrði alvarleg breyt- ing á veðrinu, gæti svo farið, að ég yrði veðurteppt á Horni svo vikum eða jafnvel mánuðum skipti. En um kvöldið var komið blíð- asta veður. Piltur á Horni, sem hafði lofað að fylgja mér til Hesteyrar þegar fært yrði, kom og bauð okkur með sér í gönguferð í tunglsljósi. Hún var að lesa reyf- ara og nennti ekki að fara, en Ég fór. Við löbbuðum eftir hvítum frera. Kvöldið var stjörnubjart og máninn hló hátt uppi á himni. Við vorum bæði ung og héldum endilega að við værum skáld. Okk- ur fannst óort ljóð sveima um hugann við undirspil bárunnar, sem í hljóðlátu gjálfri hjalaði við sandinn. Ósungnu Ijóðin fundu engin orð og við löbbuðum heim i dreymandi ró. Hún lá þá sofandi yfir reyfar- anum. Ég vakti Hana og vildi tala um skáldskap, en Hún var þá gerspillt af reyfaralestri og „stemning“ kvöldsins var glötuð. Mánudagsmorgun. Ferðbúin kveð ég alla þá kunningja sem ég hef eignazt þessa skemmtilegu daga og held til sjávar. í flæðarmáli bíður byrðingur einn mikill gerð- ur af rekavið. Hann skal flytja mig yfir til Rekavíkur. Hraustir karlmenn hrinda bátn- um á flot og taka hraustlega í árar. Báturinn flýgur áfram og stundum gefur á. Mér finnst gam- an en er þó ískalt. En þegar mér finnst ég vera að frjósa í hel ber bátinn að landi. Við staðnæmumst ekkert í Reka- vík, en leggjum á brattann og er- um brátt í Atlaskarði. Fylgdar- maðurinn segir mér tröllasögur um það, að einu sinni hafi verið reynt að vekja Atla upp, en það hafi misheppnazt. Jörð hafði þiðnað mikið meðan Ég var fyrir norðan, svo nú voru hvergi tiltök að nota skíði. Fylgd- armaðurinn dró því eða bar fyrir mig skíðin eftir því sem við átti. Ferðin sóttist vel og við komum á brún hins skelfilega Skálakambs. Þar fann ég stærðar broddstaf, sem ég gekk við það sem eftir var fararinnar. Við drukkum kaffi að Búðum í Hlöðuvík og héldum síðan með sjó fram til Kjaransvíkur. Þar var

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.