Dvöl - 01.04.1946, Side 31
DVÖL
109
putamaSur hátt uppi í skarði,
dauðhræddur um að Ég sé komin í
klessu. Ég strýk minn auma aftur-
hluta og stend á fætur til að
fylgdarmaðurinn sjái að Ég er í
það minnsta óbrotin, og fer að
huga að staf mínum og tösku.
Ég bíð svo fylgdarmannsins og
við höldum til sjávar. Hann spyr
hvort ég hafi dottið og þori ég
ekki annað en játa það.
En hjálpi oss hamingjan. Hver
þremillinn gægist þarna fram und-
an steini? Byssuhlaup? Þetta var
svo löngu fyrir hernám, að maður
hafði varla rænu á að hræðast
slíkt, enda voru þetta bara piltar
frá Hesteyri að æfa skotfimi sína.
í rökkurbyrjun, á 6. degi frá því
lagt var upp, kom ég svo heilu og
höldnu til Hesteyrar aftur.
Finnur Jónsson ráðh. tók myndirnar.
* * *
Grethe Risbjerg Thomsen
Húsbóndalaus bundur
Allir þeir kembdu kjölturakkar,
sem kannast ei lífið við,
misskilja ævikjör húsvilts hunds
en hafa það sjónarmið,
að slíkur megi nú lifa og láta
og leika sér fram úr öllum máta;
þeir ýlfra af leiðindum yfir því
að eiga körfur að sofa í.
Guð hjálpi þeim greyjum, sem halda, að
mér hamingjan fylgi ein,
— ég geti hlaupið frjáls minna ferða
og finni hvarvetna bein, —
því ég er sem hver annar ráðlaus rakki
með rýra vömb og á stöðugu flakki
og á hvergi athvarf gegn grandi. —
Ég vildi ég væri í bandi.
Elías Mar, þýddi.