Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 37

Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 37
DVÖL 115 ekki áfram upp eftir, heldur sveigði með sömu hægðinni og áður, synti — eða barst næstum því án þess að hreyfa sig niður með steininum, og þarna var hinn kominn í ljós, sá stærri, virtist ná- kvæmlega haga ferðinni á sama hátt og með sama hraða. Og þar sveigði sá fyrri á ný, hvarf aftur á bak við steininn, kom enn í ljós, var nú nær steininum en áður og rétt aðeins þokaðist áfram, eins og stráin, sem fylgdu iöunni. Hinn kom líka — og svona fóru þeir fjóra hringa — i að því er virtist ofurlítið mismunandi fjarlægð frá steininum. Þegar svo sá fyrri hafði komið í ljós í fimmta sinn, þá... þá hvað? Jú, þaö streymdi eins og rauögulur lögur út úr kviðnum á þeim minni, streymdi og streymdi. Þá rak konan á bakkan- um olnbogann í manninn, en horfði, horfði í sífellu á það, sem fram fór niðri í vatninu. Og sko, þar var einhver hvítur lögur tekinn að streyma úr kvið þess, sem var á eftir. Sami hraði, sama hring- braut hjá báðum, og hinn hvíti vökvi streymdi yfir hinn rauð- gula, blandaðist honum í tæru vatninu. Nú stanzaði hrygnan, en hængurinn hélt áfram með sömu hægð, unz hinir tveir lífvökvar voru á bak við hann eins og lit- förótt boglína. Þá synti hann fram að hlið hrygnunnar, og allt í einu hlökuðu þau sporðunum tíðar en áö'ur, tveir samhliða sporðar, tvö dökk bök. Þau juku hraðann, og þegar kom niður á grynninguna í mynni hylsins, þá heyrðist allhá- vært busl. Svo voru þau horfin. Áin virtist halda niðri í sér and- anum, og við steininn var hafin hringferð þess, sem þarna átti að tryggja framhald lífsins, hring- ferð kringum slýjaðan stein í lygn- um hyl. Á sama augnablikinu litu þau- hvort til annars, maðurinn og konan. Augu hennar voru döggvuð, hans brunnu af undarlegri glóð. Og allt í einu kom sterkleg, brún og liðleg hönd og greip um úlnlið konunni, og henni var svipt ofar á bakkann. Grænt gras og ilman úr, brún- gulur mosi, mjúkur og voðfelldur. Eitthvert þus þarna á bakkanum. Svo í lágum, heitum, en þó klökk- um tón — eins og mælt væri af skyndilegum fögnuði, en með und- irtóni gamals sársauka og trega: — Það þurfti þá skepnur með köldu blóði til þess að gefa þér kjark til að kannast við, að þitt væri heitt! Áin hlustaði, gatan staldraði á brekkubrúninni og hlustaði einnig: Nú nefndi hún guð sinn fagn- andi, konan í hvítu skyrtunni, nú nefndi hún hann af unaði, sem hélzt í hendur við sársauka, nú lofaði hún undur lífsins án orða, eins og hinir ómálga meiðir á lífs- ins tré. Það hlakkaði í ánni, hún dillaði
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.