Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 37
DVÖL
115
ekki áfram upp eftir, heldur
sveigði með sömu hægðinni og
áður, synti — eða barst næstum
því án þess að hreyfa sig niður
með steininum, og þarna var hinn
kominn í ljós, sá stærri, virtist ná-
kvæmlega haga ferðinni á sama
hátt og með sama hraða. Og þar
sveigði sá fyrri á ný, hvarf aftur
á bak við steininn, kom enn í ljós,
var nú nær steininum en áður og
rétt aðeins þokaðist áfram, eins og
stráin, sem fylgdu iöunni. Hinn
kom líka — og svona fóru þeir
fjóra hringa — i að því er virtist
ofurlítið mismunandi fjarlægð frá
steininum. Þegar svo sá fyrri hafði
komið í ljós í fimmta sinn, þá...
þá hvað? Jú, þaö streymdi eins
og rauögulur lögur út úr kviðnum
á þeim minni, streymdi og
streymdi. Þá rak konan á bakkan-
um olnbogann í manninn, en
horfði, horfði í sífellu á það, sem
fram fór niðri í vatninu. Og sko,
þar var einhver hvítur lögur tekinn
að streyma úr kvið þess, sem var
á eftir. Sami hraði, sama hring-
braut hjá báðum, og hinn hvíti
vökvi streymdi yfir hinn rauð-
gula, blandaðist honum í tæru
vatninu. Nú stanzaði hrygnan, en
hængurinn hélt áfram með sömu
hægð, unz hinir tveir lífvökvar
voru á bak við hann eins og lit-
förótt boglína. Þá synti hann fram
að hlið hrygnunnar, og allt í einu
hlökuðu þau sporðunum tíðar en
áö'ur, tveir samhliða sporðar, tvö
dökk bök. Þau juku hraðann, og
þegar kom niður á grynninguna í
mynni hylsins, þá heyrðist allhá-
vært busl. Svo voru þau horfin.
Áin virtist halda niðri í sér and-
anum, og við steininn var hafin
hringferð þess, sem þarna átti að
tryggja framhald lífsins, hring-
ferð kringum slýjaðan stein í lygn-
um hyl.
Á sama augnablikinu litu þau-
hvort til annars, maðurinn og
konan. Augu hennar voru döggvuð,
hans brunnu af undarlegri glóð.
Og allt í einu kom sterkleg, brún
og liðleg hönd og greip um úlnlið
konunni, og henni var svipt ofar
á bakkann.
Grænt gras og ilman úr, brún-
gulur mosi, mjúkur og voðfelldur.
Eitthvert þus þarna á bakkanum.
Svo í lágum, heitum, en þó klökk-
um tón — eins og mælt væri af
skyndilegum fögnuði, en með und-
irtóni gamals sársauka og trega:
— Það þurfti þá skepnur með
köldu blóði til þess að gefa þér
kjark til að kannast við, að þitt
væri heitt!
Áin hlustaði, gatan staldraði á
brekkubrúninni og hlustaði einnig:
Nú nefndi hún guð sinn fagn-
andi, konan í hvítu skyrtunni, nú
nefndi hún hann af unaði, sem
hélzt í hendur við sársauka, nú
lofaði hún undur lífsins án orða,
eins og hinir ómálga meiðir á lífs-
ins tré.
Það hlakkaði í ánni, hún dillaði