Dvöl - 01.04.1946, Síða 40

Dvöl - 01.04.1946, Síða 40
118 DVÖi meðal annars að tala um appelsín- ur, og hvers konar appelsínur væru beztar. Þau voru nú ekki aldeilis á sama máli, en loks datt Leander snjallræði í hug, og hann segir: „Við skulum láta alfræðiorðabók- ina skera úr um það ,hún hlýtur að hafa rétt fyrir sér.“ „En þú finnur ekkert um Rox- bury rauðar eða Rhode Island grænjaxla í henni,“ segir Hattie. „Og hvers vegna, ef ég mætti spyrja,“ segir Leander, ergilegur á svipinn. „Vegna þess, að okkar bók nær ekki að R enn þá,“ segir Hattie, „það er bara talað um hluti, sem byrja á A.“ „Nú, erum við ekki einmitt að tala um appelsínur?“ segir Leand- er, „skelfing ferðu í taugarnar á mér, þegar þú ert að tala um hluti, sem þú hefur ekki hugmynd um.“ Leander gakk að bókahillunni, tók út úr henni alfræðiorðabókina og leitaði lengi að Appelsínum, en allt og sumt, sem hann fann, var „Appelsínur — sjá Suðræn aldin.“ Fari hún norður og niður!“ Hann setti bókina á sinn stað og tók hana ekki framar út úr hill- unni. Þannig gekk þetta ár eftir ár. Leander reyndi að losna við kaup- in, en gat það ekki. Hann hafði skrifað undir þetta bannsetta skjal, og Higgins myndi áreiðanlega lög- sækja hann, ef hann borgaði ekki. Þó var það ergilegast, að þessi bölvuð bók þurfti alltaf að koma á versta tíma — þegar Leander var í einhverjum kröggum eða, þegar hann var eitthvað mæddur á sál- inni. Hlaðan hans brann tveim dögum áður en bindið með B kom, og Leander hefði þurft að nota alla sína peninga til þess að borga með timbrið, en þá kom Higgins með skjalið og gerði hann dauð- hræddan. „Hafðu engar áhyggjur, Leander minn,“ segir kona hans, huggandi, „hún er þó alltaf til mikillar prýði — já, og -gagns, þegar við erum búin að eignast barn.“ „Það er svo,“ segir Leander, „börn heyra undir B, ekki satt?“ Þeim hafði fæðst fyrsta barnið, sem þau skýrðu Peasley, — Peasley Hobart — eftir pabba hennar Hattie, og Leander sá nú ekki svo ýkja mikið eftir þessum fimm dollurum, sem hann hafði borgað fyrir bókina, fyrst hún gat frætt hann eitthvað um börn. „Leander," segir Hattie eitt sinn við matborðið, „þetta B bindi er gagnslaust. Það stendur ekkert í því um börn, nema „sjá ung- börn.“!“ „Fari það nú norður og niður,“ segir Leander. Það var allt og sumt, sem hann sagði, og hann gat bara ekkert gert, því að refurinn hann Higgins sat alltaf fyrir hon- um, — þessi auðvirðilegi þrjótur. Árin liðu, og alltaf var alfræði- orðabókin að koma öðru hverju.

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.