Dvöl - 01.04.1946, Side 41

Dvöl - 01.04.1946, Side 41
D VÖL 119 Stundum á tveggja ára fresti, stundum fjórða hvert ár, en allt- ar þegar verst á stóð fyrir Leander. Það var tilgangslaust að bölva Higgins. Higgins hló bara, þegar Leander sagði að alfræðiorða- bókin væri ómöguleg og verið væri að ræna sig stór fé. Fjölskylda Leanders var alltaf að stækka. Sara litla fékk slæman kíghósta einn veturinn, en þar hjálpaði al- fræðiorðabókin ekkert, því að allt og sumt, sem hún sagði, var „Kíghósti — sjá Sjúkdómar“ — og auðvitað fundust ekki Sjúkdóm- ar, því að S var ekki ennþá komið. Einu sinni, þegar Leander ætlaði að setja niður nokkrar blómplönt- ur í garðholuna sína, leitaði hann á náðir alfræðiorðabókarinnar, en þar fann hann aðeins: „Blóm- plöntur — sjá Skrúðgarðar". Þetta var árið 1859, og einungis G var komið. Ein af kindunum þeirra fékk mæðiveiki, og dó hún í höndun- um á Leander, vegna þessarar ó- hræsis bókar, sem sagði aðeins „sjá Sauðfé“. En er það ekki alveg tilgangs- laust að vera að ergja sjálfan sig á því að tala eða hugsa um þessa hluti? Þegar tímar liðu fram, þá hætti Leander að hafa nokkrar á- hyggjur af alfræðiorðabókinni. Hann leit bara á hana sem hvern annan kross, sem við mennirnir erum neyddir til að bera gegnum þennan táradal. Það eina, sem olli honum áhyggjum, var, að hann mundi hrökkva upp af, áður en síðasta bindið kæmi, — ef satt skal segja, þá varð þetta honum mikið kappsmál, og ég hef oft heyrt hann tala um þetta á kránni. Konan hans, hún Hattie, dó úr gulunni veturinn, sem W kom, og það eina, sem hélt lífinu í Leander, var vonin um að sjá síðasta bindið af alfræðiorðabók- inni. Higgins, bóksalinn, var fyrir löngu síðan farinn að taka út sína hegningu hinum megin, en sonur hans, Hiram, hafði tekið við af föður sínum að heimsækja fólk, sem gamli maðurinn hafði rænt. Krakkarnir hans Leanders voru öll orðin fullorðin. Þau voru öll gift, og gamli maðurinn hafði fjöldann allan af barnabörnum í kring um sig, en hann virtist ekk- ert hafa gaman af þeim, eins og flestir afar hafa. Hann hafði hug- ann við allt annað. Tímum sam- an og stundum allan liðlangan daginn, var hann vanur að sitja úti á tröppunum og horfa eftir- væntingarfullur upp eftir vegin- um, ef ske kynni, að bóksalinn væri á leiðinni með bókina. Hann vildi ekki deyj a, fyrr en hann hefði fengið öll heftin. Hann vildi hafa allt í röð og reglu, áður en hann liði út af. Þegar — ó, hve ég man alltaf vel eftir því — þegar Y kom, varð honum svo mikið um, að hann lagðist í rúmið og fór aldrei á fæt-

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.