Dvöl - 01.04.1946, Blaðsíða 43
DVÖL
121
Snæfríður er ein heima
Eftir Elías Mar
Hún lýkur við að flétta þunna,
gráa hárið sitt. — Hún gleymir
að binda loðbandi um fléttuend-
ana. Þær eru trosnaðar neðst,
og miklu styttri en þær voru fyr-
ir sextíu árum síðan, er þær báru
tinnusvartan lit.
Hún setur upp köflóttu svunt-
una sína, tryggðapantinn gamla,
sem hefur geymzt furðu vel í
meira en hálfa öld. Það leggur
þægilegan ilm upp úr kistunni.
/
Sjalið sitt tekur hún upp líka, en
leggur það aftur niður. Svo horfir
hún út um gluggann. Veðrið er
gott. Sjalsins er engin þörf.
Hún leggur flatan lófann á
vatnið í þvottaskálinni og strýk-
ur síðan yfir hárið frá skipting-
unni, niður með vöngunum, aftur
að eyrum. Það kemur enginn gljái
á hvítar hærurnar. Svo stendur
hún upp, missir greiðuna sína,
beygir sig niður eftir henni og
leggur hana á borðið.
Snæfriður gamla sér, að skýin
eru hvít yfir austurfjöllunum, en
ofar skýjum er himinninn blár.
Og það er tíbrá yfir völlunum.
Mikið er hann þerrilegur. Svona
er blessaður himnafaðirinn góður.
Hún lítur niöur fyrir fætur sér,
snertir puntstráin undir bæjar-
veggnum með totunni á hvítbrydd-
um sauðskinnsskónum og styðst
við dyrastafinn. Ekki bærast bless-
uð stráin fyrir vindinum, því að
honum er ekki fyrir að fara í
Hálsasveit þennan daginn.
„Blessuð sólin elskar allt,
allt með kossi vekur,“
segir gamla konan í þeim tón sem
fari hún með spakmæli og augun
hennar eru vot. Þetta heyrir eng-
inn og það sér þetta enginn held-
ur. Fólkið er allt í kirkju.
Snæfríður þokast suður með
bænum. Við kálgarðshornið nem-
ur hún staðar, hallar sér fram á
grjótgarðinn og horfir á njólann,
sem vex svo mjög meðfram norð-
urveggnum. Það óx ekki svona
mikill njóli í garðinum, þegar hún
annaðist um hann. Nú lofar fólkið
njólanum að vaxa líka, þó hann
sé reyndar mesta óræsti.
Út og vestur frá bænum rennur
Hvammsá eftir þröngu gili. Hún
er kvísl úr Stórafljóti, sem ligg-
ur austar og á upptök sín í Fram-
hnjúkunum.
Á austurbakka Hvammsár er
skarð í gilið og brött brekka nið-
ur að ánni, vaxin grasi. Skáhallt