Dvöl - 01.04.1946, Side 53

Dvöl - 01.04.1946, Side 53
D VÖL Í3Í aldrei munað, hvaða vikudagur eða mánaðardagui' vaí. „Guð minn góður, er þá heilt ár síöan,“ sagði hún svo forviða, þegar einhver lið- inn atburður var nefndur í samtalinu. Hún var oft þreytt, þreytt og niðurdregin. Hún gat orðið raúnamædd af engu. Gömlu hestarnir, sem hún sá strita fyrir vögnunum í 6. götú, eða híma og hengja haus á götuhorni, komu tárunum til að renna niður kinnar hennar, er hún gekk hjá á sárum fótum sínum í rauð- lituðum skónum. Hugsunin um dauðann sótti hana heim og færði henni draum- kennda uppörvun. Það mundi vera yndislegt, dásamlegt að vera dauð. Það var engin sérstök örvilnunarstund, sem kom henni til að hugsa í fyrsta skipti um sjálfsmorð. Henni fannst jafnvel, að sú hugmynd hefði alltaf verið sér í hug. Hún las allar frásagnir, sem fundust í blöð- unum um sjálfsmorð. Það virtist einhver sjálfsmorðsalda vera að ganga yfir, — eða kannske var það aðeins vegna þess, að hún leitaði svo á- kaft að þeim frásögnum, að hún fann svo margar. Það örvaði sjálfs- traust hennar að lesa um þetta. Hún fann eitthvert traust frá hinum mörgu, sem höfðu svift sig lífi. Með hjálp vínsins gat hún sofið langt fram eftir degi, og svo lá hún í rúminu með flösku og glas á náttborðinu, unz kominn var tími til að klæðast og fara út og snæða kvöldverð. Hún tók nú að finna til van- trausts gagnvart áfenginu, líkt og á gömlum vini, sem að einhverju hefur brugðizt í vináttunni. Oftast gerði vínið hana þó rólega og ör- ugga, en þær stundir komu, er skýin dreifðust og sorgir iífsins þjökuðu hana. Hún lék sér í huganum að rólegu, svæfandi burthvarfi. Hún hafði aldrei komizt í veruleg kynni við trúarbrögðin, og engin heilabrot um lífið eftir dauðann þjökuðu hana. Hún naut dagdrauma sinna um það að þurfa aldrei framar að fara í of litla skó, aldrei að þurfa að hlæja, hlusta eða dást að nokkru. Aldrei. En hvernig var bezt að framkvæma þetta? Hana svimaði við tilhugs- unina um að kasta sér niður úr einhverjum skýjakljúf. Hún var hrædd við skotvopn. Ef einhver leikari á leiksviði dró upp marghleypu, stakk hún fingrunum í eyrun, lokaði augunum og þorði ekki að líta á leik- sviðið, fyrr en skotinu hafði verið hleypt af. Það var ekkert gas í íbúð- inni hennar. Hún horfði lengi á ljósbláu æðarnar á úlnliðnum — ofur- iltill skurður með rakvélarblaði, svo var það búið. En það mundi vera sárt, mjög sárt, og svo mundi koma blóð. Eitur — eitthvað bragðlaust, sem verkaði fljótt og væri sársaukalaust, það var það rétta. En maöur gat ekki keypt það krókalaust vegna laganna.

x

Dvöl

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.