Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 57

Dvöl - 01.04.1946, Qupperneq 57
D VÖL 135 þegar, þar sem hún stæði. Hún fann ekki til neinna undarlegra á- hrifa, utan ofurlítilla þyngsla fyrir brjósti, og henni fannst mynd sín í speglinum heldur ekki á neinn hátt frábrugðin því, sem hún var vön að vera. Dauðinn mundi þá ekki koma strax, ef til vill mundi líða klukkustund eða svo. Hún rétti handleggina upp og geispaði hátt. „Jæja, ég ætti líklega heldur að leggjast í rúmið,“ sagði hún. „Ó, já, nú er ég bráðum dauð.“ Henni fannst þetta góð fyndni, og hún slökkti Ijósið í baðherberginu, gekk inn í svefnherbergið og lagðist í rúmið. Hún talaði við sjálfa sig í sífellu. „Guð sé oss næstur. Nú er ég bráðum dauð,“ sagði hún. „Hann er ekkert slæmur.“ III. Nettie, dökkleita stúlkan, kom seint til þess að taka til í íbúðinni dag- inn eftir> og þá fann hún Hazel Morse í rúminu. Þetta var nú reyndar ekki svo undarlegt eða óvenjulegt. Skarkalinn af hreingerningunni myndi líklega vekja hana, en á þann hátt þótti henni allra verst að vakna. Nettie var athugul stúlka, og hún hafði lært að vinna verk sitt hljóð- lega. En þegar hún hafði lokið við dagstofuna og smeygði sér inn í litla, ferhyrnda svefnherbergið, til þess að gera það hreint, gat hún ekki komizt hjá að skurka eitthvað, þegar hún var að hagræða mununum á snyrtiborðinu. Hún leit óafvitandi snögglega yfir öxl sér á hina sof- andi konu, og á sama andartaki greip hana óljós kvíði. Hún gekk að rúminu og horfði á konuna, sem lá þar. Hazel lá á bakinu og hafði lagt holdugan handlegginn þannig, að úlnliðurinn lá yfir ennið. Hárið féll í óreiðu yfir andlitið. Sængin hafði sigið niður, svo að holdugur, mjúkur háls sást og bleikur náttkjóll, sem orðinn var snjáður af mörgum þvottum. Hin stóru brjóst hennar, sem ekki voru nú í neinum hömlum, slöptu út í holhöndina. Af og til gaf hún frá sér einkennilegt hrygluhljóð, og úr öðru munnviki hennar lá hálf- storknaður froðustraumur. „Ungfrú Morse,“ hrópaði Nettie, „ungfrú Morse. Það er orðið mjög framorðið.“ En Hazel bærði ekki á sér. „Ungfrú Morse,“ sagði Nettie. „Heyrið þér, ungfrú Morse. Ég get ekki búið um rúmið.“ Nú varð stúlkan gripin hræðslu. Hún greip í heitar axlir konunnar og hristi hana. „Vaknið, heyrið þér það,“ hrópaði hún, „ó, vaknið,“
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.