Dvöl - 01.04.1946, Page 60

Dvöl - 01.04.1946, Page 60
138 DVÖL „Ó guð minn góður, guð minn góður,“ stundi hún, og tárin, sem hún grét yfir sjálfri sér og öllu lífinu streymdu niður kinnar hennar. Nettie kom inn, þegar hún heyrði þetta hljóð. í tvo daga hafði hún átt í stöðugu stríði við að hjúkra hinni meðvitundarlausu konu, og aðeins getað hallað sér stundarkorn á legubekkinn í stofunni Hún horfði kuldalega á máttlausa konuna í rúminu. „Hvað hafið þér reynt aö gera, ungfrú Morse,“ sagði hún. „Hvað meintuð þér með því að vera að éta allt þetta eitur?“ „Ó guð,“ stundi Hazel aftur og reyndi að byrgja augun með hand- leggnum. Og hún fann, að hún var stirð í öllum liðum og grét af sársaukanum. „Maður verður sannarlega að vara sig á að taka svona mikið inn af þessum töflum. Þér getið þakkað guði fyrir, að þér skuluð vera lifanli ennþá. Hvernig líður yður núna?“ „Ágætlega,“ sagði Hazel. „Mér líður prýðilega.“ Heit tár hennar runnu, eins og þau mundu aldrei stöðvast. „Það er ekkert vit í að vera að gráta svona út af þessu,“ sagði Nettie. „Læknirinn sagði, að hann gæti látið taka yður fasta fyrir að gera þetta.“ „Því gat hann ekki látið mig vera í friði,“ sagði Hazel, „því í fjandanum gat hann ekki lofað mér að vera?“ „Það er hræðilegt, ungfrú Morse, að segja þetta eftir allt sem búið er að gera fyrir yður. Ég hef til dæmis ekki sofnað dúr í tvær nætur, og ég varð að hætta við að fara til annarra kvenna, sem ég þjóna.“ „Já, mér þykir það leiðinlegt, Nettie,“ sagði hún. „Þér eruð engill. Mér þykir illt að hafa bakað yður þessi óþægindi, ég get ekki gert að þessu, ég var eyðilögð manneskja. Hefur yður aldrei langað til að gera þetta? Þegar allt er farið til fjandans í þessu lífi?“ „Ég vil alls ekki hugsa um þess háttar,“ sagði Nettie. „Þér verðið nú að reyna að hressa yður við aftur. Þér megið til með það.. Allir eiga sínar sorgir.“ „Já,“ sagði Hazel. „Ég veit það.“ „Gerðu svo vel, hérna er komið svo fallegt póstkort til yðar,“ sagði Nettie, „kannske það gleðji yður eitthvað." Hún rétti Hazel kort. Hún varð að hafa höndina fyrir öðru auganu til þess að geta lesið það, því að hún hafði ekki vald á sjóninni enn. Það var frá Art. Á bak myndar, sem sýndi útsýnið yfir Detroit, hafði hann skrifað: „Góða mín. Ég vona að þú sért orðin frísk aftur. Vertu

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.