Melkorka - 01.12.1944, Page 6

Melkorka - 01.12.1944, Page 6
um óskabarn okkar, lýðveldið, og suinar okkar munu ef til vill vilja fórna því rétti okkar umtölu- laust. En það væri bjarnargreiði við þjóðfélag, sem vill lifa við kjörorðið jrelsi og jafnrétti', og öllu megum við fórna lýðveldinu nema líftaug þess.“ Hverju á að fórna? Forráðamenn þjóðarinnar tala um fórn. Þeir vilja láta hinar vinnandi stéttir fórna arði sínum. En til hvers eigum við að fórna? Til þess að við- halda úreltum framleiðsluháttum auðvaldsskipu- Iagsins, eða til þess að leggja nýjan, traustan grundvöll atvinnulífsins, atvinnulífs, sem verka- menn anda og handar fengju að hirða arðinn af, en slíkur grundvöllur er það, sem sósíalistar vilja leggja. Þeir sem vilja fórna til þess að viðlialda fram- leiðsluháttum auðvaldsslápulagsins segja, að fórn- in í sjálfu sér sé fögur. Það sé fagurt að borða sig ekki saddan, jafnvel þó að maturinn komi engum öðrum að gagni. Það sé dyggðugt að vinna 12 klst. á sólarhring, þó að hægt væri að framleiða allar lífsnauðsynjar handa öllum með 6—4 klst. vinnu. „Þetta eru dyggðir hjá þér, af því að þú átt ekki nóga peninga. Ég þarf ekki að vera dyggðugur af því að ég á nóga peninga, nóg framleiðslutæki.“ -— Og þeir, sem þannig hugsa, snúa sér til kvennanna og segja: „Konur eru fórnfúsar. Konur eru yndislegar verur, en þær þurfa ekki nema lítil laun, af því að þær eru svo fórnfúsar. Það er fagurt að vera fórnfús.“ Þeir sem vilja leggja traustan grundvöll að atvinnulífi voru og le-yja verkamönnum anda og handar að hirða arðinn af því, segja: Það er ekki göfugt að svelta af því að það er óþarfi og engum til hagnaðar. Það er engin ástæða til þess að þræla allan sólarhringinn fyrir daglegu brauði, af því að það er hægt að framleiða allt sem við þurfum með margfalt styttri vinnutíma.“ En þeir segja einnig, að það sé skynsamlegt að fórna stundargæðum til þess að tryggja sér og öðrum betri framtíð. „En þetta er í raun og veru engin íórn. Ég tek aðeins útsæði og geymi til þess að ég íái uppskeru næsta ár. Ég þarf ekki lengur að svelta af því að alheimsuppskeran er orðin svo góð, en ég þarf þó ef til vill að leggja töluvert á mig, af því að það er dálítið erfitt að erja minn garð. Þetta mætti kalla fórn mína til föðurlands- ins, en ég held það verði mér ekki fórn.“ Og þeir sem þannig hugsa snúa sér til kvenn- anna og segja: „Kona, þú ert maður og menn fórna ekki fórnarinnar vegna, heldur vegna mál- efnis sem þeim er hugleikið.“ Við fórnum ekki „líftaug lýðveldisins“ aðeins til þess að fórna því einhverju. Við krefjumst réttar okkar, en getum lagt á okkur mikið erfiði til þess að færa hugsjón lýðveldisins frelsi og jafnrétti í búning raunveru- leikans. Það gerum við bezt með því að standa á rétti okkar og nota krafta okkar og vit til þess að hagnýta auðlindir íslands íslendingum til handa. ísland fyrir íslendinga Við eigum fiskimið og frjósama mold, heita hveri og raforku — og það eru til háar innstæð- ur í erlendum bönkum. Þessar innstæður eru vissulega ekki almannaeign, vegna þess að ein- staklingum er ennþá leyft að hagnast á fram- leiðslutækjum og éta upp það útsæði, sem átti að geyma til næsta árs. Menn eru ekki skyldugir að leggja innstæðurnar í nýsköpun framleiðslu- tækja, þeir geta farið utan og spillt afkomumögu- leikum þjóðarinnar. Verði slíkt látið við gangast, skapast atvinnuleysi og þá skulum við konurnar vera minnugar þess að ein fyrsta hrossalækninga- tilraunin eftir síðasta stríð gegn atvinnuleysinu var að bola konunum frá arðvætilegri atvinnu. En við vonum að alþýðusamtökin séu orðin það sterk, að þau geti krafizt þess að fá að endur- byggja, nýskapa og nota framleiðslutæki þjóðar- innar. Við sjáum að íslenzk alþýða ætlar ekki að láta kúgast. Hún slcilur hugsjón lýðveldisins. Hún vill skapa hér raunverulegt jafnrétti til þess að afla sér lífsviðurværis og hún vill skapa öllum frelsi — frelsi frá óskynsamlegu striti, frelsi til þroska og íhugunar. —Svo að það mark náist, krefst hún þess, að erlendu innstæðurnar verði notaðar til þess að hagnýta auðlindir þjóðarinnar. Það mun reynast erfitt fyrir afturhaldið að 36 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.