Melkorka - 01.12.1944, Qupperneq 9
Halldóra Ó.
Guðmundsdóttif
í fám orðum, því var tekið sem einsdæmi og
fávísi, að konur gerðu kröfu til sömu launa fyrir
sömu vinnu.
Mér er ekki kunnugt um, að konur hafi einu
sinni gert kröfu til fullra launa nema í þessu til-
felli, hvað þá heldur fylgt því fram til sigurs.
Slíkt tómlæti má ekki lengur svo til ganga.
Löggjöfinni samkvæmt ber karlmanninum að
sjá fyrir konunni. Hvað lízt ykkur um þessa
löggjöf? Hafa karlmenn yfirleitt ráð á meiru en
að sjá fyrir eiginkonunni og ef þeim auðnast að
eignast og ala upp nokkur börn ? Hvað er svo um
systurnar og dæturnar? Vitanlega er gert sem
hægt er til þess að gifta þær og losna þannig við
ábyrgðina.
Annars held ég, að karlmönnum muni ókunn-
ugt um þessa ábyrgð sína samkvæmt löggjöfinni,
að öllum líkindum vegna þess, að það munu
margir mannsaldrar síðan þeir höfðu ráð á að
standa undir henni. Systurnar og dæturnar hafa
orðið að sjá um sig sjálfar, og eiginkonan hefur
líka misst mann sinn og börnin föður sinn og
konan orðið að taka skyldur hans á sínar herðar.
Og þá var það, að konan gerðist verkamaður.
Orðið „verkakona“ átti aldrei að vera til. Hún
gekk að sömu verkum og karlmenn, afköstin voru
engu minni, þarfirnar þær sömu, hún var bara
verkamaður. Hver sá, er stundar vinnu, verður
að hafa laun miðuð við þarfirnar, og er ekki
sama, hvort það er karlmaður eða kvenmaður,
sem er nauðbeygður til að sjá fyrir sér og sínum?
Konur, sem semjið um laun ykkar!
Gerið ykkur Ijóst, hvers þjóðfélagið krefst af
ykkur og hagið kröfum ykkar samkvæmt því. Við
höfum farið heimskulega að ráði okkar að láta
kalla okkur „verkakonur“ og skammta okkur
laun samkvæmt því.
Það er málsbótin, að það var neyðin, sem rak
konur til verka. Verkalýðssamtök voru þá engin.
Það var svo auðgert að hafa ráð lítilmagnans í
hendi sér. Konan hefur unnið árum saman fyrir
svo litlum launum, að hún hefur aðeins með ýtr-
ustu sparsemi getað dregið fram lífið, og það er
mikið átak, sem þarf til þess að losna við okið.
Mér er fullljóst, að okkar bíður þrekraun til
að ná hinum sjálfsagða rétti okkar til fulls jafn-
réttis og það þarf mikla sjálfsafneitun til þess að
standa e. t. v. í margra mánaða verkfalli, en þar
er verkamannsins eina vopn, og aðeins með þeim
samtökum, sem nauðsynleg eru lil að beita því
vopni, liafa þær kjarabætur náðst, sem fengnar
eru, og þó eru allt of litlar enn konum lil handa.
Takmarkið er: Fullt jafnrétti.
FYRIR RÉTTI:
Akærandi var að yfirheyra vitni, sem var töfrandi fög-
ur, Ijóshærð, ung stúlka, með stór blá og yndisleg augu.
Ákærandi hallaði sér áfram og hrópaði:
-— Ilvar voruð þér á mánudagskvöldið?
Ljóshærða stúlkan hrosti hlíðlega. — I bílferð, svaraði
hún.
— Og hvar voruð þér á þriðjudagskvöldið, þrumaði
lögfræðingurinn.
— í bílferð, endurtók fallega stúlkan.
Lögfræðingurinn færði sig enn nær. — Og hvað ætlið
þér að gera annað kvöld?
Verjandinn stökk nú upp af stólnum. — Herra dómari,
hrópaði hann. Ég mótmæli þessari spurningu.
Dómarinn ypti öxlum. — Af hverju mótmælið þér?
spurði hann rólega.
Verjandinn rétti sig upp virðulega og sagði með vand-
lætingarsvip:
— Af því ég spurði hana fyrst.
MELKORKA
39