Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 17
E R I N D I
flutt af Katrínu Thoroddsen lœkni, á útiskemmtun Hringsins, 8. júlí 1944
Líklega hafa flest ykkar, sem hér eruð saman
komin, lagt leiSina upp í Menntaskóla og litið á
sögusýninguna þar. En svo einstætt tækifæri til
að rifja upp sögu þjóðarinnar á fyrirhafnarlítinn
hátt ætti enginn að láta sér ganga ónotað úr
greipum. Á 'sögusýningunni er geysimikinn fróð-
leik að finna og margt er þar örvandi og ánægju-
legt, þó hitt sé fleira, sem ömurlegt er og ægilegt.
Hroðalegustu munir sýningarinnar eru tvö snotur
veggspjöld, sem lítið fer fyrir.
Á annað þeirra er letruð skrá yfir hungur-
morðin á öldum áður. Mannfellir vegna hallæra
og þar af leiðandi hungurs og sótta var svo gífur-
lega mikill og hryllilega tíður, að enginn vafi er
á, að hér hefði orðið algjör mannauðn, ef lega
landsins væri ekki afskekkt og byggð þess dreifð.
Vegna ills aðbúnaðar var svo að íslenzku þjóð-
inni sorfið, að fjarlægðin ein gat firrt hana
dauða. Við alfara braut hefði tortíming verið
óumflýjanleg.
Á hinu spjaldinu, sem ég gat um, er skýrsla um
ógurlegan ungbarnadauða og ber haun ekki síður
óhugnanlegan vott um eymd íslendinga í erlendri
umsjá. Heilsufar ungbarna og lífsþróttur er lang-
samlega nákvæmlegasti mælikvarðinn á velmeg-
un þjóða, þroska, þrifnað og þekkingu. Mikill
ungbarnadauði er ótvíræður votlur um óþrifnað,
örbirgð, ill húsakynni og vanþekkingu og er því
einatt samfara ofþjökun og ánauð. En um allt
þetta var yfrið nóg á íslandi áður og ekki hefur
því verið útrýmt ennþá, þó umbætur séu allveru-
legar.
Á sögusýningunni er ekki seilzt ýkja langt aftur
í tímann. Skráin um ungbarnadauðann hefst á
árunum 1841—1851. Á þeim 10 árum dóu að
meðaltali árlega 343 börn af hverju þúsundi, eða
með öðrum orðum náði rúmur þriðjungur barn-
anna ekki eins árs aldri. Nokkuð hefur barna-
dauðinn vafalítið verið misjafn frá ári til árs, en
ávallt meiri í þéttbýli en strjálbýli.
Langt fram á 19. öld voru Vestmannaeyjar ill-
ræmdastar allra byggða landsins sakir mikils
barnadauða, því sjaldgæft var, að nokkur ný-
klakkningur lifði þar af. Banamein Eyjabarnanna
var ginklofi (tetanus), sem er afar kveljandi
krampasjúkdómur. Ginklofanum veldur lífseigur
sýkill, sem hefst við í jarðvegi, taði og því um
líku. í Vestmannaeyjum var eins og víða annars
staðar í þann mund lítið um snæri og stög. Þvott-
urinn var því breiddur til þerris á garða og
grundir. Þaðan barst sýkillinn í fatnaðinn, þar á
meðal í lindann og barnið smitaðist svo gegnum
lækstúfinn. Þetta var áður en suðusótthreinsun
þekktist og ekki varð komið í veg fyrir hinn ill-
ræmda Vestmannaeyjaginklofa fyrr en danskur
læknir, er þar var staddur, ráðlagði að búa um
lækstúfinn með balsami nokkru. En áður en svo
langt var komið, freistuðu flestar konur, er tök
höfðu á, að flytja til lands og ala hörn sín þar.
Þær, sem svo forsjálar voru að fara með barna-
fatnaðinn til lands, þveginn og þurrkaðan í Eyj-
um, fengu auðvitað ekki umflúið ginklofann.
Börn hinna, sem þvoðu þvottinn á landi, áttu
svipaða lífsvon og önnur íslenzk hörn, en hún
var eins og áður er sagt næsta óglæsileg. Dánar-
orsakir barnanna voru vitanlega margskonar.
Skæðastar hafa umferðasóttir vafalaust verið.
Meðfædd veiklun vegna vaneldis móðurinnar og
meltingarsjúkdómar vegna rangrar og ófullnægj-
andi fæðu hafa þó einnig átt drjúgan þátt í dauð-
anum.
Hve foreldrunum var átakanlega ljós háskinn,
sem barnanna beið, sést meðal annars á því, hve
títt það var að gefa tveimur og jafnvel fleirum
systkinanna sama heitið, ef koma átti upp á-
kveðnu nafni. Vafalaust á sú hégilja, að óheill
MELICORKA
47