Melkorka - 01.12.1944, Side 21
LEIKRIT
Ejtir Þórunni Magnúsdóttur
(Atriði ur II. JíŒtti)
Frú Breiðdal, öldruð kona, eigandi heimilis-
Jdaðsins Blysið, Erna, ung kona, blaðamaður við
Blysið.
I fjarveru ritstjórans gegnir Erna störfum hans
og birtir þá í hlaðinu grein, er ræðst á það úr-
elta heimilisfyrirkomulag, sem heftir nám, vits-
munaþroska og frama hinnar námfúsu, gáfuðu og
metnaðargjörnu konu. Jafnframt bendir hún á
lausn þessa vandamáls.
Þessi þáttur fer fram heima hjá Ernu. A borði
í stofunni stendur ritvél hennar og vélritaðir
papírsrenningar. Ungur maður er staddur hjá
henni. Hann á mjög einkalegt og viðkvæmt er-
indi við hana, en hefur ekki lokið því, þegar har-
ið er að dyrum.
Erna: Kom inn!
Frú Breiðdal (kemur inn): Gott kvöld! (Erna
og Þorgeir rísa á fætur og taka kveðju hennar.
Frú Breiðdal lítur á Þorgeir). Má ég tala nokkur
orð einslega við frúna?
Þorgeir: Sjálfsagt. (Við Ernu): Ég kem fljót-
lega aftur. Sæl á meðan! (Kveður frú Breiðdal
með höfuðbeygingu. Út).
Erna: Vertu sæll. Gjörið þér svo vel að fá yður
sæti, frú Breiðdal. (Frú Breiðdal sezt). Það var
leiðinlegt, að þér skylduð hrekja yður út í þetta
vonda veður til að finna mig. Ég hefði auðvitað
komið til yðar, ef þér hefðuð sent mér hoð.
Frú Breiðdal: Eg las greinina yðar ekki fyrr
en í kvöld og þá voruð þér farin af skrifstofunni.
En það gerir ekkert til, ég læt ekki veður aftra
mér. Það býður mér ekki byrginn.
Erna: Þér ætlið ef til vill að gera athugasemdir
við greinina mína.
Frú Breiðdal: Athugasemdir! 011 greinin frá
upphafi til enda er sú hneykslanlegasta ritsmíð,
sem ég hef augum litið.
Erna (brosir): Þér takið djúpt í árinni, frú
Breiðdal.
Frú Breiðdal: Sízt of djúpt. Mér yfirsást hrap-
allega, þegar ég réð yður að blaðinu og sýndi yð-
ur traust mitt og vinsemd. Nú skilst mér, að ég
hef alið nöðru við harm minn. Þér hafið ráðizt
inn í þann rann, sem mér er helgastur.
Erna: Ég þykist ekki á nokkurn hátt hafa
brugðizt trausti yðar, frú Breiðdal.
Frú Breiðdal: Nei, ekki það, og þó hafið þér
á lúalegasta hátt svívirt heiðarlegt hlað. Þér hafið
notað yður fjarveru ritstjórans og traust mitt til
þess að gegnsýra blaðið með yðar siðspilltu og
afvegaleiðandi skoðunum.
Erna: Þær skoðanir, sem grein mín byggist á,
eru tímabærar og í alla staði eðlilegar.
Frú Breiðdal: Eðlilegar! Já, ekki spyr ég að.
Það þarf víst engan að undra hér eftir, þótt þér
haldið því fram, að konan hafi ekkert sérstakt
hlutverk að rækja í þjóðfélaginu, engar skyldur
við hörn sín og heimili. Já, fjölskyldulíf er auð-
vitað hlægilegar fornleifar í yðar augum.
Erna: Er það ambáttarstaða konunnar og hið
sameiginlega matborð, sem skapar fjölskyldulíf?
Frú Breiðdal: Þér hártogið og rífið sundur.
Þér viljið ekki sjá fegurð fórnarinnar. Þér talið
um ambáttarstöðu, en skiljið ekki, að konan nær
sínum æðsta þroska í sjálfsafneitun sinni og ó-
þreytandi umönnun um þá, sem hún elskar, frjáls
þjónusta er ekki, þrælkun. Þér farið háðulegum
orðum um hið sameiginlega matborð, sem tengi-
lið, og er þó sænrilega augljóst að umhverfis það
á hver venjuleg fjölskylda flestar samverustundir.
Auk þess sem við það er bundinn þýðingarmikill
þáttur í starfi húsmóðurinnar. Það er nú almennt
skilið og viðurkennt, að heilbrigðisleg velferð
þjóðarinnar hvílir að mestu leyti á starfi hús-
MELKORKA
51