Melkorka - 01.12.1944, Side 22

Melkorka - 01.12.1944, Side 22
mæðranna. Séu þær ekki vaxnar starfi sínu kem- ur kyrkingur og vansæld í þjóðina. Þetta ómetan- lega starf gerið þér að skotspæni fyrir vanþókn- un yðar og niðurrifssýki. Erna (þungt niðri fyrir, en stillir sig): Þér misskiljið orð mín, frú Breiðdal. Það hefur aldrei hvarflað að mér að gera lítið úr næringarefna- fræði og matreiðslu, öðru nær, ég er alveg sömu skoðunar og þér að þetta starf sé eitt hið þýð- ingarmesta fyrir hreysti og þrótt þjóðarinnar. En svarið mér nú í fullri einlægni: Teljið þér, að hver einasta kona sé þeim vanda vaxin, að rækja þetta starf svo vel, að í litlu sé áfátt og engu, sem verulegu máli skiptir? Frá Breiðdal: Með góðum vilja, lærdómi, lip- urð og eftirtekt ætti engri konu að vera það of- ætlun. Ég geri a. m. k. ekki ráð fyrir því, að meðal okkar séu margar húsfreyjur svo miklir fáráðlingar að ekki megi kenna þeim algeng heimilisverk. Erna: Sennilega er hagkvæm og hárrétt mat- reiðsla aðeins meðfæri þeirra, sem hafa hlotið góða menntun í því starfi og hafa auk þess glöggan skilning á gildi þess. Það er næsta hjá- kátlegt að láta það velta á tilviljun og heppni, hvort þjóðin býr almennt við heilsusamlegt mat- arhæfi. Frú fíreiðdal: Húsmæðraskólarnir eiga að hafa forgöngu í þessu máli, og þeim mun takast að koma því í gott horf, verði ekki spillt fyrir ár- angri þeirra. Sem ritfær og greind kona ættuð þér að líta á það sem skyldu yðar að vinna að hollu og hagnýtu kvennauppeldi í stað þess að beina örvum háðs yðar og niðurrifssýki að hús- mæðraskólamálinu. Erna: Hef ég gert það? Frú fíreiðdal: Þér haldið að þér getið falið yður bak við nafnlausar greinar, en ég þekki nú orðið andann í því, sem þér skrifið. í fyrra vetur birtist í blaðinu ágæt grein um sérmenntun kvenna og var þar vikið að þeirri tilfinnanlegu vöntun á húsmæðraskóla, sem við eigum við að búa í þessum bæ. Greininni lauk með áskorun til kvenna um það að hefjast handa um. fjársöfnun til skólans. ... Erna: Já, en.... Frú Breiðdal: í næstu blöðum voru birtar raddir um húsmæðraskólamálið, þar á meðal éin, sem latti konur þess að láta eyrisvirði af mörkum til skólans, það væri karlmannanna að sjá um stofnun og rekstur slíks skóla, því að það væri þeim kærast að tjóðra konuna við grautarpott- inn. Mér blöskraði, þegar ég sá þessi óskamm- feilnu orð í mínu eigin blaði. En mér fannst, að þau mundu ekki mega sín mikils og lét því kyrrt liggja, enda grunaði mig ekki fyrr en seinna, að þér hefðuð skrifað þau. Sízt af öllu grunaði mig, að þér munduð nota yður umburðarlyndi mitt til þess að birta í blaðinu skoðanir og tillögur, sem engri óspilltri og ærlegri konu eru sam- boðnar. Erna: Ég endurtek það, sem ég sagði áðan, að skoðanir mínar og tillögur eru í alla staði tíma- bærar og eðlilegar. Ég er þess albúin að færa rök fyrir máli mínu. Frú Breiðdal: Ef tillögur yðar væru teknar alvarlega, væri að þeim voða stefnt að afmá mannkynið af jörðinni. Erna: Nú blöskrar mér skilningur yðar, frú. Frú Breiðdal: Þegar konuna binda hvorki sifja- bönd né heimilisskyldur, brjálast eðli hennar. Hún hættir að ala börn, hún vill njóta þess frels- is, sem að henni er haldið. Hún vill njóta en ekki þjást. Hvers vegna ætti hún líka að vera vélrænt afl í þágu mannfjölgunarinnar, þegar börnin eru tekin frá henni nýfædd? Hún lærir aldrei að þekkja móðurgleðina og ábyrgð þarf hún enga að hafa. Erna: Ef þetta eiga að vera mínar skoðanir, þá kannast ég alls ekki við þær. Frú Breiðdal (háðslega): A, var það svo! Erna: Inntak greinar minnar var í sem fæst- um orðum á þessa leið: Konan er gædd einstak- lingseðli engu síður en karþnaðurinn og því eðli- legt, að hugur hennar hneigist til ýmissa starfa. Það er því fyllilega sanngjarnt að gera þá kröfu til þjóðfélagsins, að það búi henni þau kjör, að hæfileikar hennar njóti sín til fulls að hverju sem þeir beinast. Burt með erfðavenjur og kreddur, sem gera giftu konuna að eldabusku og þjónustu manns síns. Burt með allt smáhokur. Setjum á stofn fullkomin mötuneyti, þar sem framleiddur 52 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.