Melkorka - 01.12.1944, Page 24

Melkorka - 01.12.1944, Page 24
farga því, hvað sem í boði hefur verið. Frá upp- hafi h'efur það þjónað þeirri hugsjón að flytja ljós og yl inn á heimilin, treysta fj ölskyldulífið og bæta heimilishaginn, fræða um þá hluti eina, sem hverju heimili mega að gagni verða. Aldrei hefur nokkru heimili eða nokkru húsfreyjuefni staðið háski af þessu blaði fyrr en þér komuð að því. Skiljið þér nú, hvað þér hafið valdið mér mikilla vonhrigða? Erna: Já, frú Breiðdal, ég hið yður mikillega afsökunar. Ég skil það nú, að ég hefði heldur átt að birta grein mína í öðru blaði. Frú Breiðdal: En þér eruð enn þeirrar skoð- unar, að greinin hafi þurft að koma á prenti? Erna: Já. Frú Breiðdal: Hamingjan hjálpi yður! Erna: Þér hljótið að sjá það, að með því fyrir- komulagi, sem nú er, krefst heimilið svo mikils af konunni, að hún getur ekki notið sín til fulls við starf, sem liggur utan vébanda þess. Þetta þýðir nákvæmlega það, að við giftinguna er konan blátt áfram neydd inn á starfssvið, sem henni oft og tíðum er ógeðfellt og sem hún hefur ekki starfs- undirbúning til að rækja svo að vel sé. Frú Breiðdal: Ég veit ekki, hvaða konur þér talið um. Erna: Auðvitað þær, sem hafa valið sér lífs- starf, sem með öllu er óskylt búsýslu og barna- gæzlu. Frú Breiðdal: Um leið og konan gengur í hjónaband er hún heimilinu vígð, að taka önnur störf fram yfir barnauppeldi og heimilisannir nálgast afguðadýrkun og er í eðli sínu óheilbrigt og ókvenlegt. Ég vildi láta það varða við lög. Erna: Með öðrum orðum, gift kona á enga völ, ekkert getur réttlætt að hún ræki störf utan heim- ilisins, nema ef til vill knýjandi örbirgð. Frú Breiðdal: Alveg rétt. Erna: Þetta er eins og vistaband. Frú Breiðdal: Þær, sem líta svo á, ættu að láta það ógert að gifta sig. Þær eiga ekkert erindi í hjónaband. Erna (hugsandi): Ast og ánauð. (Sterkt): Aldrei, frú Breiðdal. Frú Breiðdal. Aldrei? Hvað eigið þér við? Erna: Aldrei mun ég verða samsek um slíkt óréttlæti. Frú Breiðdal (rís á fætur): Það er ástæðulaust að ræða þetta lengur. Þér þekkið skoðanir mínar og vitið, hvaða stefnu blað mitt á að fylgja, skoð- anir yðar samrýmast ekki þeirri stefnu. Hafið þér skilið mig? Erna (rís einnig á fætur): Á ég að skilja þetta sem uppsögn. Frú Breiðdal: Það er undir yður sjálfri komið. Ég er meira en óánægð með framkomu yðar gagnvart mér og blaðinu, ég fordæmi hana. — En þér eruð ung og örgeðja og ég er fús til að líta á þessa grein yðar sem hvert annað gönuhlaup. Það verður skrifað rækilega á móti henni og svo látum við málið falla í gleymsku. Erna: Og hvað svo, frú Breiðdal? Frú Breiðdal: Ja, ef þér viljið í einu og öllu fara eftir mínum fyrirmælum og fylgja stefnu blaðsins getið þér fengið að vera áfram. í fullri einlægni sagt, ég hef álit á yður, frú Erna. Þér eruð greind og rösk og ef þér reynist sæmilega, liafði ég hugsað mér að bjóða yður ritstjóra- starfið. (Brosir). Ja, ef þér takið þá ekki fyrir að gifta yður aftur. Erna: Þér farið með mig eins og óþekkan krakka, frú Breiðdal. Frú Breiðdal: Nú, hvernig þá? Erna: Heitið mér verðlaunum fyrir að vera yður auðsveip. Ég er ekki óþekkur krakki. Frú Breiðdal (góðlátlega): Jú, það er einmitt það, sem þér eruð. Erna (svipur hennar harðnar og lýsir ákvörð- un): Nei, frú Breiðdal, ég er fulltíða kona og það er réttur minn og skylda að berjast fyrir því, sem ég veit sanhast og réttast. Nú hef ég hafið það verk, sem mér ber að vinna og læt ekki telja mér hughvarf. Frú Breiðdal (réið): Þér hagið yður eins og fífl og fól. Þér sláið á framrétta hönd. Erna (líka reið): Ég kyssi ekki á hönd kúg- arans. Frú Breiðdal (forviða): Kúg... (Ævareið): Ég eyði ekki fleiri orðum við yður. Þér eruð, eruð. . . . (Leitar árangurslaust að orði, sem við 54 MELKORKA

x

Melkorka

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.