Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 26
leggja því lið að hugarfarsbreyting mætti verða
á viðskiptasviðinu með íslenzku þjóðinni.
Nýlega hafa vinnandi stéttir hérlendis orðið
þeirra miklu hlunninda aðnjótandi að fá rétt til
sumarleyfa með fullu kaupi. Þetta hefur orðið til
þess að miklu meira er ferðast um landið á
sumrin en áður var, og ætti vitanlega að ge'ta
verið hin mesta hvíld og upplyfting. Til þess að
þetta geti orðið, verða menn þó að njóta sæmi-
legrar aðbúðar og viðurgernings á þessum ferða-
lögum. Nú hafa vitanlega margir með sér tjöld
og nesti, en samt sem áður fer sívaxandi aðsókn-
in að sumarhótelum út um landið og þýðing
þeirra í sambandi við sumarleyfin verður vart
ofmetin. Þar að auki hljóta útlendingar, sem á
þeim dvelja, að dæma menningu okkar eftir
þeim. Allmörg af þessum sumarhótelum eru rek-
in í húsum, þar sem skólar starfa að vetrinum,
og þá að minnsta kosti stundum fyrir hönd skól-
anna. Þetta hlýtur að leggja þessum hótelum
auknar skyldur á herðar. Það er óhj ákvæmilegt,
að gestirnir dæmi að einhverju leyti skólann og
menningu hans eftir hótelinu, sem þeir kynnast
að sumrinu, hér má ekki að eins hugsa um að
græða á hótelinu, heldur engu síðu að græða á
áliti þeirra manna, sem kynnast því.
Ég ætla ekki að fara langt út í þetta mál, það
er kunnugra en frá þurfi að skýra, að undanfar-
in sumur, ekki sízt síðastliðið sumar, hefur matur
á mörgum sumarhótelunum ekki eingöngu verið
lélegur, heldur oft skemmdur. Skvlt er að geta
þess, að einstöku hótel hafa þó á sér hið bezta
orð, og sýnir það, að hægt mun vera að fá þau
matvæli, að unnt sé að framreiða sæmilegan mat.
Hvað eftir annað heyrðist getið um það í sum-
ar, að fólk yrði magaveikt hópum saman á sum-
arhótelunum. Oftast var skemmdu kjöti kennt um,
aldrei heyrðist þó getið um það, að heilbrigðis-
eða matvælaeftirliti ríkisins hefði dottið í hug
að rannsaka þetta kjötskemmdamál, sem var á
hvers manns vörum.
Ég kem nú að máli, sem er orðið fullkomin
þjóðarhneisa. Það er matvælageymslan hjá okk-
ur og skemmdi maturinn, sem okkur er sífeldlega
boðinn til kaups. Hvers vegna getum við á þessu
kalda landi ekki lært að geyma matvæli okkar
og halda þeim óskemmdum, eins og aðrar menn-
ingarþjóðir? Væri það ekki þess vert að kosta
einhverju til þeirrar kennslu. Ferðafólk sagði
mér frá því, að það hefði komið að Grímsstöð-
um á Fjöllum í júlílok í sumar. Því voru bornar
svo góðar kartöflur, að það spurði, hvort þetta
væri ný uppskera, en það voru þá kartöflur frá
því árinu áður. Fólkið á Grímsstöðum kunni að
geyma kartöflur óskemmdar og sjálfsagt mörg
fleiri sveitaheimili þessa lands, en í allt vor og
fram í ágúst í sumar fékkst ekki annað en spír-
aðar, skemmdar kartöflur í verzlunum, matsölu-
húsum og hótelum. Má nærri geta um bætiefni
slíkrar fæðu.
Eins og kunnugt er, hefur lítið verið á mark-
aðinurn af íslenzku smjöri á seinni árum. Ekki
tókst samt oft á tíðum að geyma þetta lítilræði,
sem framleitt var, svo að það væri ekki orðið
skemmt, áður en það komst til kaupenda. Skal
ekki hér farið út í orsakir, heldur aðeins bent á
staðreyndir. Sömu söguna er að segja af eggja-
sölunni. Þrátt fyrir það að eggjaskortur er hér
mestan hluta ársins, mega húsmæður hér í
Reykjavík sífeldlega eiga það á hættu, að af
nokkrum eggjum, sem þær kaupa, séu svo og svo
mörg fúl, af því að þau hafa verið geymd of
lengi, eða geymsla verið slæm. í þessu sambandi
vil ég benda húsmæðrum á, að það er hægt að
kæra til „Matvælaeftirlitsins“ og senda þangað
skemmda vöru, ef verzlanir fást ekki til að taka
við henni aftur.
Nú er farið að flytja inn ameríkanskt smjör,
og gefst það misjafnlega, sem vænta má, eftir
svo langan flutning. Fyrir nokkrum dögum kom
ég í hús, þar sem húsmóðirin stóð við bakstur.
Hún sagði mér þá sögu, að hún hefði orðið að
nota í kökur ameríkanskt smjör, sem hún hefði
keypt og hefði reynzt vera bæði myglað og
bragðvont. Ég sagði, að hún hefði átt að skila
því aftur, en hún kvað verzlunina hafa neitað að
taka við því, af því að hún hefði verið búin að
opna pakkann, en auðvitað sást ekkert utan á
honum.
En það er líka vert að geta hins góða, sem
gert er. Sjálf spurði ég nýlega eftir útlendu
smjöri í Matardeild Sláturfélags Suðurlands.
56
MELKORKA