Melkorka - 01.12.1944, Blaðsíða 27
Stúlkan, sem afgreiddi mig, sagðist vera hrædd
um að það væri ekki gott, og hún hauð mér að
opna eitt hornið á pakkanum og smakka smjörið.
Eg vona, að slíkir viðskiptasiðir horgi sig, þegar
til lengdar lætur.
Um skemmda kjötið hefur nokkrum sinnum
verið rætt á opinberum vettvangi og verið gerður
af því mesti úlfaþytur, að yfir því skuli vera
kvartað. Mér hefur stundum fundizt, að verið
væri að. reyna að koma því inn hjá þjóðinni, að
það væri nokkurs konar landráðasök að vilja
ekki borða skemmdan mat, ef hann væri íslenzk-
ur.
Bara ef lúsin íslenzk er,
er þér bitið sómi.
Ég veit því, á hverju ég muni eigi von, en ég vil
ekki lús, hvorki innlenda né útlenda og tel því
skyldu mína að taka höndum saman við þá
menn, sem reyna að útrýma henni.
Ég kem nú að vinnusvikunum, sem eru orðin
engu síður algeng í þjóðlífi okkar en vörusvikin.
Allir kannast við sögurnar, sem ganga um slóða-
skapinn við bæjarvinnuna í Reykjavík. Ekki eru
þær allar tilbúningur. Sama heyrist frá sveita-
bændunum, sem verða að taka kaupafólk. Þeir
telja það sérstaka heppni að fá vel vinnandi og
duglegt fólk, af því svo mikið er orðið af hinu.
Ég þekki þó bezt þá hliðina, sem snýr að okkur
húsmæðrunum hér í Reykjavík. Vinnukonuspurs-
málið er mál út af fyrir sig, sem ég ætla ekki
að ræða hér. Ég veit að formenn Húsmæðrafé-
lags Reykjavíkur og Starfsstúlknafélagsins Sókn-
ar hafa það mál sameiginlega til íhugunar, með
hagsmuni og skyldur beggja aðila fyrir augum,
og tel ótímabært að leggja þar orð í belg. En
margar húsmæður reyna nú að komast af með
sem minnsta hjálp til heimilisstarfa, t. d. aðeins
við þvotta og stærri hreingerningar. Ég hef talað
við fjölda margar húsmæður um þetta efni. Alls
staðar er sama svarið: Það er hreinasta heppni
að fá þvottinn þveginn svo, að blettirnir sitji
ekki eftir í tauinu, eða að fá slíkt fólk til hrein-
" gerninga, hvort heldur karla eða konur, að ekki
þurfi að standa yfir því, til þess að sjá um, að
verkið sé sæmilega af hendi leyst. Af ásettu ráði
ræði ég alls ekki um kaupgjaldshliðina á þessu
máli; góð vinna verður seint ofborguð, en hin
er í raun og veru lítils virði.
Svona er þetta á öllum sviðum, meira eða
minna. Lítið dæmi: Fyrir nokkrum dögum keypti
ég 5 herðatré. Eitt þeirra brotnaði um leið og
ég hengdi á það fyrstu flíkina. Úr tveimur fóru
hankarnir svo að segja um leið og ég byrjaði að
nota þau. íslenzk framleiðsla; það má segja, að
verkið lofi meistarann. Ég veit að þetta tvennt,
sem ég hefi talað hér um, vinnan og varan, stend-
ur í svo nánu sambandi, að það verður ekki að-
skilið. Sé annað svikið, verður hitt svikið líka.
Hugsunin er: ég er svikinn og svík því aftur,
enda þótt réttara væri að segja: Mér- þykir illt
að vera svikinn, þess vegna svík ég ekki á móti.
Það má segja, að islenzka þjóðin vaði nú í
peningum, samanborið við það, sem hún hefur
áður þekkt. Ég held að það væri því hollt fyrir
alla að athuga vandlega, hvers virði peningar eru
í raun og veru. Við höldum, að þeir séu okkur
trygging fyrir ýmsum gæðum lífsins og unað-
semdum. En að hverju gagni koma þeir, ef allt
sem við ætlum að kaupa fyrir þá, er svikið, bæði
vinna og vara? Getum við í raun og veru hugsað
okkur, hvernig allt þjóðlífið myndi breytast á
svipstundu, ef allir þjóðfélagsþegnarnir tækju
sig saman um það að vinna verk sín svo full-
komlega, sem hægt væri, og hjálpast að við það
að framleiða ekki eða hafa á boðstólum annað
en beztu vöru. Til þessa þarf ekki neitt peninga-
flóð, en það getur hver reiknað fyrir sig, hvort
hér yrði ekki hamingjusamara þjóðfélag en nú
er. Eitt enn: Hvað verður um vinnugleðina, þeg-
ar verkið er illa af hendi leyst? Við þurfum flest
að vinna svo að segja frá morgni til kvölds. Hví-
líkt skelfilegt þrælalíf, ef við vinnum aðeins fyrir
nauðsynjum lífsins, án þess að hafa ánægju af
verkinu sjálfu, en yfir illa unnu verki getur eng-
inn maður glaðst. Er nokkur svo ríkur af lífs-
gleði, að hann megi við því að selja vinnugleði
sína fyrir nokkrar krónur?
íslenzkar konur um land allt, tökum höndum
saman og heitum því sjálfum okkur, landi okkar
og þjóð, að við skulum taka upp baráttuna gegn
þeim illu öflum, sem hér eru að verki. Ekki ein-
MELKORKA
57