Melkorka - 01.12.1944, Síða 32
mörgum félögum. Kvenfélögin hafa verið stofn-
uð í flestum hreppum, og hafa þau haft hin
sundurleitustu mál á stefnuskrá sinni, en yfirleitt
öll verið þó nokkuð lífvænlegur félagsskapur.
Sýslu-, héraða- og fjórðungasambönd hafa svo
smám saman myndazt. Samtökin hafa sótt um
styrk og oft fengið hann til ýmislegrar fræðslu-
starfsemi. Landssambandigð K. í., sem stofnað
var 1930, hefur aftur á móti mjög lítið starfað,
vegna þess að það hefur aldrei haft neitt fjár-
magn, er því nafni tekur að nefna, fyrr en nú,
að Alþingi hefur veitt því 100.000 kr.
Afstaða K. I. til hinna sambandanna er nú
sem stendur nokkuð óskýr og tel ég því nauðsyn-
legt, að eitt mitt fyrsta verk verði að safna skýrsl-
um um starfsemi hinna ýmsu félaga og sam-
banda, og reyna svo í samstarfi við félögin að
koma á föstu heildarskipulagi um löggjöf þeirra
og stefnuskrá.
— Hér stendur, segir Svafa og dregur upp lög
K. I. — að félagar K. I. séu kvenfélög og kven-
félagasambönd, er starfa samkvæmt lögum, er
K. í. samþykkir, svo að þetta þurfum við að at-
huga nánar.
— í hverju verður starf K. I. annars fólgið?
— Það er nú bezt að segja sem minnst um
það að svo stöddu. En hér stendur, segir Svafa,
og lítur aftur í lögin. — Tilgangur sambands-
ins er:
1) Að veita aðalforgöngu í starfandi félagsskap
kvenna til eflingar húsmæðrafræðslu, heimilisiðnaði
og garðyrkju í landinu með hvatningu, fjárstyrk og
og eftirliti.
2) Að stuðla eftir megni að því, er létt getur störf hús-
freyjunnar og bætt aðstöðu hennar.
3) Að vera ráðgefandi tengiliður milli ríkisvaldsins og
kvenna í þeim málum, sem um getur í 1. og 2. lið.
4) AS efla og auka samvinnu kvenna og kvenfélaga í
landinu.
Um það, á hvern hátt sambandið hyggst að
ná tilgangi sínum, segir í lögunum meðal annars:
1) Að koma upp skrifstofu í Reykjavík.
Þetta er nú að rætast.
2) Að launaður framkvæmdastjóri veitti skrifstofu
þessari forstöðu.
— Starf þetta hef ég nú tekið að mér.
3) Að þar til hæfir ráðunautar leiðbeini í húsmæðra-
fræðum, heimilisiðnaði og garðyrkju, eftir því sem
við verður komið.
— Þú átt nú að byrja með húsmæðrafræðin,
svo að þér er þetta nú hér um bil eins vel kunn-
ugt og mér.
—- Já, en gáðu að því, að þetta er fyrir les-
endur, sem ekki þekkja kvenfélaga-sambandið
eins vel og við.
í b-lið 4. greinar stendur:
Að sambandið eigi að birta árlega greinargerð
og skýrslur um störf og hag sambandsins, ásamt
niðurstöðum rannsókna, er sambandið kann að hafa
með höndum í þágu þeirra mála, er það fer með.
— Hvað er átt við með þessu?
— Jú, auðvitað er ætlazt til þess í framtíðinni,
að K. í. gangist fyrir ýmsum rannsóknum í þeim
málum, er húsmæður varðar, safni upplýsingum
og yfirliti yfir heimilisáhöld, næringargildi og
flokkun fæðutegunda o. s. frv. En til þess að
nokkuð verði úr því, verður sambandið auðvitað
að eignast fleiri starfsmenn, og vona ég, að rík-
isstjórnin verði okkur hliðholl í framtíðinni og
rausnarleg um fjárveitingu.
— Hafa ekki sýslu- og héraðssamböndin haft
farkennara á sínum vegum?
■—■ Jú, og auðvitað verður því haldið áfram,
en ég teldi heppilegast, að kennarar þessir yrðu
fastráðnir hjá K. í. með ákveðnu kaupi og á-
kveðnum vinnutíma. Hin ýmsu sambönd gætu
svo sótt til K. í. um að fá þá til starfs á sam-
bandssvæðunum og átt við K. I. um kaupgreiðsl-
una. Ég tel þetta nauðsynlegt, því að annars verð-
ur alltaf níðzt á þessu fólki. Úr því að ég er farin
að minnast á starfsmenn sambandsins, vil ég taka
fram, að K. I. hyggst að hafa í þjónustu sinni
bæði heimilisráðunauta og umferðakennara og
eiga þeir að hafa að nokkru leyti ólíkt starfssvið.
Umferðakennarinn hefði aðeins á hendi mat-
reiðslu-, sauma-, vefnaðar- eða garðyrkjukennslu
á lengri námskeiðum, en ráðunauturinn hefði
styttri námskeið og fyrirlestra fyrir húsmæður og
starfaði að því að safna saman ýmsum fróðleik,
aðstoðaði við eða hefði á hendi ýmsar rannsókn-
ir fyrir sambandið og aðstoðaði skrifstofustjóra
við skipulagningu á starfsemi sambandsins. —
62
MELKORKA