Melkorka - 01.12.1944, Side 36
kúgun konunnar, kúgun sem hefði staðið svo
lengi, -að flestar konur yrðu þess ekki varar,
hvernig þeim væri misboðið. Karlmaðurinn hefði
að öndverðu notfært sér yfirburði sína í líkams-
kröftum til að taka í sínar hendur stjórn þjóðfé-
lagsmálanna, og lagasetning þeirra hefði veitt
þeim margskonar forréttindi. Það væri talið sjálf-
sagt, að laun konunnar væru minni en karlmanns-
ins, jafnvel þó að þau ynnu sömu störfin. Og
konan væri talin óhæf til að njóta æðri mennt-
unar. — Vitsmunalega yfirburði karlmanna
vildi Camilla Collett ekki viðurkenna, og hafa
nútíma sálarfræðingar orðið henni sammála um
það. -— En þó að réttindi konunnar væru þannig
fyrir borð borin, væru skyldur þeirta í þjóðfé-
laginu til fullnustu sambærilegar við skyldur
karlmanna, siðferðilega hefðu karlmennirnir
jafnvel ekki kynokað sér við að gera óendanlega
miklu strangari kröfur til þeirra en til sjálfra sín.
— Camilla Collett krefst jafnréttis konunni til
handa á öllum sviðum þjóðlífsins. Hún bendir á
hve fjarstætt það sé að óttast, að konurnar yrðu
minna kvenlegar, ef þær fengju frelsi til þess að
þroska hina meðfæddu, góðu eiginleika sína. Þá
fyrst mundi einmitt eðli konunnar fá að njóta sín.
A hinn bóginn hefði hin aldalanga kúgun þrosk-
að marga leiða eiginleika hjá konunum, svo sem
þrælslund gagnvart karlmönnunum og vantraust
á eigin hæfileika, sem væru höfuðorsök þess að
sumar konur væru jafnvel mótfallnar auknum
kvenréttindum.
Höfundurinn varð að gefa út bók þessa á eigin
kostnað. Henni var tekið með drepandi þögn. ■—
Camilla Collett hefur verið fundið það til for-
áttu, að gremju og óánægju gætti um of í skrif-
um hennar. En þegar þess er gætt, að hin um-
rædda bók, sem hún sjálf mat mest af verkum
sínum, og segja má að væri rituð með hjartablóði
hennar, fékk slík ömurleg örlög, þá er það ekki
að furða, þótt hún væri oft óánægð. Það er at-
hyglisverðara, að þrátt fyrir allt ríkti ávallt í
djúpi sálar hennar hin bjarta trú Wergelands-
ættarinnar um sigur hins góða málstaðar.
Nokkrum árum síðar gaf Camilla Collett út
„Fra de stummes leir“, þar sem hún gagnrýnir
allmargar skáldsögur, er héldu fram mati á kon-
um, sem hún ekki gat sætt sig við. Eru bækurnar
eingöngu gagnrýndar út frá þessu sjónarmiði án
tillits til bókmenntalegs gildis þeirra. — Um
þetta rit hennar urðu allmiklar blaðadeilur, eink-
um þó í Kaupmannahafnarblöðum. Skoðanir
hennar höfðu nú hlotið ýmsa góða málsvara,
einkum meðal kvenna, og áhuga almennings á
kvenréttindamálum var farið að gæta. Camilla
Collett gat vonazt eftir árangri af starfi sínu.
Eitt af verkum Camillu Collett er öldungis sér-
stætt meðal rita hennar. Það er „I de lange
netter“, endurminningar um æskuár hennar, -—■
angurværar í fegurð sinni eins og haustskógur
og þó víða með ívaf þeirrar glettni og fyndni
sem var svo rík í ætt hennar. Þar eru snilldar-
legar lýsingar á foreldrum hennar og bernsku-
heimili og hinni miklu náttúrufegurð Eiðsvallar,
er verið hafði athvarf hennar í sorg og gleði og
mótað skaphöfn hennar í ríkum mæli. Þá kemur
þar ekki sízt við sögu bróðir hennar, Henrik. Þau
systkinin höfðu lítið umgengizt síðustu árin er
Henrik lifði,' — Collett prófessor hafði verið
einn af ákveðnustu fylgismönnum Welhavens. ■—■
En því eldri sem Camilla varð, því betur skildi
hún skáldeðli bróður síns og fann til hins and-
lega skyldleika við hann. Engin systir hefur reist
bróður sínum fegurri minnisvarða en hún, segir
sonur hennar. Það gerði hún í „De lange netter“.
-—• Bók þessi er talin einhver bezta heimildin
um þrjá allra merkustu Norðmenn sinna tíma,
Nicolai Wergeland og börn hans tvö.
Það yrði of langt mál að nefna allt það, sem
Camilla Collett ritaði í þágu kvenréttinda og ann-
arra áhugamála sinna, t. d. um dýraverndun, en
samúð með öllu, sem þjáðist og átti bágt, var
einn ríkasti þátturinn í eðli hennar.
Hún lifði það að sjá kjör kvenna mikið bætt í
föðurlandi sínu: Konur fengu aðgang að stúd-
ents- og háskólamenntun, margir atvinnuvegir
opnuðust konum, og giftar konur fengu lagaleg-
an umráðarétt yfir eignuin sínum og tekjum. —■
Hún lifði einnig að sjá það viðurkennt — á átt-
ræðisafmæli sínu — að hið breytta mat á gildi
og rétti konunnar í norsku þjóðlífi væri lienni
að þakka meira en nokkrum öðrum einstaklingi.
En ánægð varð Camilla Collett aldrei. Hún
66
MELKORKA