Melkorka - 01.12.1944, Qupperneq 37
MELKORKA kveður sér hljóðs
Ejtir Ingibjörgu Benediktsdóttur
Víðar en í siklings sölum
svanna fas er prýði glæst.
Mörg í vorum djúpu dölum
drottning hefur bónda fæðzt.
M. J.
Þegar ég vissi það síðastliðinn vetur, að í ráði
var að gefa út kvennatímarit með vorinu, sem
bera skyldi nafn Melkorku, konungsdótturinnar
írsku, sem við lásum um í Laxdælu, þá datt mér
allra fyrst í hug óprentað leikrit með því sama
nafni, eftir Kristínu Sigfúsdóttur, sem skáldkon-
an hafði sjálf lesið mér fyrir næstum tveimur ár-
um, og mér fundizt mjög til um. Fékk ég þegar,
í samráði við nokkrar konur í Reykjavík, leikrit-
ið mér í hendur, ef verða mætti, að hægt yrði að
koma því í heild, eða einhverjum hluta þess, á
framfæri í sambandi við lýðveldisstofnunina eða
landsfund kvenna síðastliðið vor. Af þessu varð
þó ekki, ýmsra ástæðna vegna. En útvarpsráð
samþykkti, að flytja tvo þætti leikritsins í útvarp-
inu. Var það gert að kvöldi laugardagsins 1. júlí,
undir leikstjórn Haraldar Björnssonar. Þótti það
mjög vel takast og vakti óskipta athygli. Veit ég
það glöggt, vegna afskipta minna af málinu, að
Melkorka hin írska á mjög djúp ítök í hugum
íslenzkra kvenna. Fannst mörgum það táknrænt
vissi, að löng og erfið leið væri ófarin að settu
marki: fullu jafnrétti milli kvenna og karla. Það
er táknrænt um ævistarf hennar, sem Nordahl
Grieg segir, — með fánann fyrir augum sér,
sem hinar litlu barnshendur höfðu saumaö —:
Det var som hun jörte til slutten
med tynne, árete hender
en jil over fangegiltret
ut jra de stummes leir.
Kristin
Sigfúsdóttir
skáldkona
mjög, að Melkorka fengi málið fyrir hönd ýmsra
frjálslyndra kvenna í Reykjavík, og saga hennar
lit og líf í skáldverki þessarar vinsælu og gáfuðu
sveitakonu. Og að þetta tvennt gerðist samtímis
því, að konan væri að vakna og öðlast rétt sinn
og frelsi í hinu unga lýðveldi. Konurnar þráðu
að sjá Melkorku á leiksviðinu, sterka og glæsi-
lega, sjá hana varpa af sér ambáttarkuflinum,
heyra hana kveðja sér liljóðs eftir langa þögn,
lýsa því átakanlega, hve tilfinningum hennar hafi
verið misboðið, hvað þessir „þegnar þagnarinn-
ar“ hafa þolað og strítt í þúsund ár. Það er eins
og flestar hugsandi konur skilji skaplyndi og eðli
Melkorku, hafi fengið í sinn hlut drjúgan skerf
af lífsreynslu hennar.
Já, „mörg í vorum djúpu dölum drottning hef-
ur bónda fæðzt.“ Ein af þeim er Kristín Sigfús-
dóttir. Þess vegna hefur henni lengi verið Mel-
korka hugstæð og skilið hana svo vel. En hitt er
ærinn vandi, að skapa þar heilsteypt nútímalista-
verk, sem skáldkonan sjálf og aðrir verði fyllilega
MELKORKA
67