Melkorka - 01.12.1944, Side 43

Melkorka - 01.12.1944, Side 43
„Mikið hafa þeir logið í okkur um Rússann," er haft eftir einum af okkar þekktustu menntamönnum, og hver efar það nú? Þegar núverandi styrjöld skall á, og það varð ljóst, að rússneska þjóðin stóð saman einhuga og viljaföst, þá var ekki að furða, þótt hinn áður fáfróði og auðtrúa íjöldi, sem ennþá lýtur lögum kapitalismans, undraðist stórum. Svo ég víki mér aftur að konunni, þá er nú fróðlegt að litast um í löndum bandamanna rússnesku þjóðar- innar. Þar tekur konan nú öflugan þátt í framleiðslu hernaðartækja og margskonar annars iðnaðar og hefur með dugnaði og þrautseigju aðstoðað herinn á ýmsan hátt. Er varla að efa, að rússneska konan er fordæmið. Sovétkonan, eina konan í heiminum, sem öðlazt hefur fullt jafnrétti á við karlmanninn, hefur vanizt því árum saman að hugsa og breyta sjálfstætt. Við, sem aldar er- um upp í þröngsýni og ófrelsi fáum vart skilið, hve dýr- mæt þessi reynsluár Sovétkonunnar hafa verið okkur konum allra landa. Þessi ár, sem stæltu svo dug hennar og djörfung, að hún berst nú sem hetja við hlið manns síns og sonar, til varnar ættjörð sinni, og um leið lýð- ræðis og frelsis alls mannkyns. Réttindi Sovétkonunnar eru tryggð henni í 122. gr. stjórnarskrár Sovétlýðveldanna, og hljóðar hún þannig: „Konum Sovétlýðveldanna eru tryggð jafnrétti við karlmenn á öllum athafnasviðum þjóðlífsins; við al- menn störf, embættisstörf, menningar-, félagslega og stjórnmálalega starfsemi. Réttindi þessi eru tryggð konunni með jafnrétti við karlmenn til hvaða vinnu sem er, sömu laun (fyrir sömu vinnu) og sama hvíldar- og frítíma. Sömu tryggingar og menntunarskilyrði, ríkisvernd barna og mæðra, hvíldartími mæðra fyrir og eftir barnshurð með fullum launum og víðtækum rekstri á fæðingarstofnunum, vöggustofum og dagheimilum.“ Með þessum orðum færir stjórnarskráin rök og raun- hæf fyrirmæli um hvernig framkvæmdar skuli þær rétt- indabætur, sem Sovétkonan hefur þegar öðlazt og viður- kennt og staðfest er í stjórnarskrá Sovétlýðveldanna. Sovétkonan kastaði ekki frelsinu á glæ, nei, hún hóf merki þess hátt og kunni vel að meta hin fengnu rétt- indi. Þrátt fyrir ægilegustu kúgun og smán, sem hún um aldaraðir hafði búið við á dögum keisarastjórnarinnar, var hún fljót að átta sig og lét ekki á sér standa er Sovét- ríkin hófu hið mikla endurreisnarstarf sitt. Líf rússnesku alþýðukonunnar undir harðstjórn keis- aratímabilsins var ömurlegt. 12—13 stunda vinnudagur með smánarkaupi, og þrældómurinn svo svívirðilegur, að algengt var að alþýðukonur væru orðnar líkamlegir aum- ingjar 30—40 ára gamlar. Fyrir bvltinguna var tala verkakvenna sem unnu eldhússtörf og daglaunavinnu 80 af hundraði. Núna er þessi fjöldi ekki orðinn nema 8 af hundraði. Sovétstjórnin hefur ekki aðeins veitt rússnesku kon- unni pólitískt jafnrétti, heldur einnig fjárhagslegt. Hún hefur opnað allar dyr fyrir henni í opinberar stöður og iðngreinar og um leið tryggt henni jöfn kjör á við karl- menn, — eða sömu laun, fyrir sömu vinnu. Mjög mikil áherzla hefur verið lögð á það að auð- velda fyrir konunni í Sovétlýðveldunum, hinar margvís- legu og oft þreytandi annir heimilisins og létta af herðum hennar áhyggjum heimilisstarfsins. Mikill fjöldi stofnana, sem hafa það hlutverk að taka að sér umsjón barna sem ekki hafa náð skólaaldri, svo sem vöggustofur, dag- lieimili, barnamatstofur, barnalesstofur o. s. frv. eru starfræktar um þvert og endilangt landið. Sem dæmi um hve víðtæk þessi starfsemi er, má geta þess, að árið 1940 voru yfir sjö milljónir harna innan 7 ára aldurs í um- sjá slíkra stofnana. Þessar stofnanir hafa skiljanlega ó- metanlega þýðingu fyrir hvort heldur er pólitískan, fé- lagslegan og menningarlegan þroska konunnar, því með þessu er henni gert mögulegt að njóta hinna dýrmætu frístunda sinna, taka þátt í félagslífinu, mennta sig, og ekki sízt, að njóta heimilisins og samvista við börn sín, laus við ofþjökun og erfiði daglegs lífs. Tala þeirra kvenna sem stunda allskonar menningar- störf hefur aukizt gífurlega, og má sem dæmi nefna, að árið 1939 voru 72600, sjötíu og tvö þúsund og sex hundr- uð kvenlæknar í Sovétlýðveldunum, eða 60 af hundraði af öllum læknum í landinu. Stórkostlegar eru þær fórnir og hetjudáðir, sem rúss- neska konan hefur innt af höndum síðan nazistar óðu inn yfir landamæri Rússlands. I verksmiðjum, á sam- yrkjubúum, barnaheimilum, spítölum og vígvöllunum sjálfum, hefur hún unnið sér ódauðlega frægð. Aldrei í veraldarsögunni hefur konan þolað jafn miklar hörm- ungar og rússneska konan, í þeim harmleik sem nú er háður í heiminum og þrek hennar og afrek munu lifa um aldir. EFNISYFIRLIT BLS. Rannveig Kristjánsdóttir: Fratn til starfs ........ 35 Halidóra Ó. Guðmundsdóttir: Hva'ö líður jafnréttinu? 38 Svafa Stefánsdóttir: Húsmœðrafrœðsla — Fóstruskóli 40 Leconte de Lisle: Svefn kondorsins (kvæði) ........ 43 Rannveig Kristjánsdóttir: Eldhúsið I ............... 44 Sigríður Einarsdóttir: Ævintýralandið (kvæði)...... 46 Katrín Thoroddsen: Erindi .......................... 47 Þórunn Magnúsdóttir: Leikrit ....................... 51 Aðalhjörg Sigurðardóttir: Nokkur alvöruorð.......... 55 Rannveig Kristjánsdóttir: Landsfundur kvenna.......58 Fag- og frœðslusamband húsmœðra .................... 61 Theresia Guðmundsson: Camilla Collett .............. 63 Ingibjörg Benediktsdóttir: Melkorka kveðursérhljóðs 67 María Þorsteinsdóttir: Nokkur orð um menntun .... 69 Ingibjörg Benediktsdóttir: 19. júní 1944 (kvæði) ... 70 Björg Pétursdóttir: Auður Vésteinsdóttir (kvæði) .. 71 Asta Jósepsdóttir: Frjálsar konur .................. 72 MELKORKA 73

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.