Melkorka - 01.05.1945, Síða 10

Melkorka - 01.05.1945, Síða 10
Kveðjuorð til frú Sigrúnar Blöndal Eftir Dýrleifu Árnadóttur Sú kona hlýtur að vera óvenjuleg, sem maður hefur aðeins verið samvistum við einn til tvo daga og saknar þó sem bezta vinar. En svo er um frú Sigrúnu Blöndal. Mörgum okkar, sem með henni sátu iands- fund kvenna á Þingvöllum í sumar, varð svo við andlát hennar sem frá okkur hefði verið tekinn einn af ástvinum okkar. — Þessi prúða, hægláta kona vakti strax athygli okk- ar og við biðum með óþreyju eftir að heyra hana tala. — Þarna sem við sátum á Þing- völlum, hinum helga stað, konur af öllu landinu, komnar til að finna þræði, sem tengt gætu okkur saman, komnar til að leggja grundvöll að skipulögðum sarntök- um íslenzkra kvenna um fullkomið jafn- rétti og frelsi. — Við sátum og gleymdum stað og stund við hinn viturlega og snjalla málflutning þessarar látlausu, góðu konu, sem féll eins og regnið úti, hógvær og kyrr- látur en þó ákveðinn og óumdeilanlegur. Eins og mörgum vitrum konum þessa lands (þá dettur mér einnig í liug frú Bríet Bjarnhéðinsdóttir, sem við aldrei megum gieyma) var lienni Ijóst, að í „sálarþroska svanna, býr sigur kynslóðanna" — og h'f sitt helgaði hún menntun og menningu ís- lenzkra kvenna. Þau urðu landfræg orðin, er hún mælti í einni af sínum ágætu ræðum skömrnu eft- ir landsfundinn. Gaf hún þar í skyn, að ís- lenzkum konum væri hollara að kunna skil á verkum beztu skálda sinna, svo sem kvæð- um Egils Skallagrímssonar og ritum H. K. Laxness, en eyða tíma í skrautvefnað og tímafrekan útsaum í sérskólunum, einkum vegna þess menningararfs, sem íslenzka Sigrún Blöndal þjóðin ætti að gæta og reyna myndi á, við endurheimt sjálfstæðis þjóðarinnar. Þetta eru mjög athyglisverð kveðjuorð til okkar allra íslenzkra kvenna, sem hættir svo mjög til að grípa það, sem auðveldara er og minna átak þarf til í önnum dagsins. Lesum frekar neðanmálssöguna, en pólitísku grein- arnar, grípum heldur prjónana en bókina og látum jafnvel aðra móta skoðanir okkar, af því við nennum ekki að hafa fyrir Jrví að brjóta hlutina til mergjar sjálfar. Og ]>ó er ekki iengra síðan en það, að ömmur okk- ar urðu að laumast til að læra að lesa, Jreg- ar Jxer áttu að sitja kengbognar yfir smá- bandsprjónunum — þeirra æðsti draumur var að eignast aðgang að bókmenntum heimsins. Allt nám kostar erfiði og hugsun Jrreytu, en færir okkur samskonar gleði og fagurt útsýni af háum fjallstindi. Mig langar til að ljúka þessum fáu kveðjuorðum til okkar kæru Sigrúnar Blönda.1 með hvatningu til okkar allra um að liefna liins grimma dauða hennar með auknum lestri, Jorátt fyrir annríkið, aukinni menntun okkar og leit að sjálfstæðum skoð- unum á málefnum h'fsins. 6 MELKORIÍA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.