Melkorka - 01.05.1945, Side 14

Melkorka - 01.05.1945, Side 14
meira. Eftir síðustu samninga hafa fullgild- ir sveinar í klæðskeraiðninni 397.30 krón- ur á viku með íebrúar vísitölu, þ. e. nálægt 1725 krónum á mánuði. Hjálparstúlkur (það kallast kvenfólkið í þeim samningi) liafa liæst 863.10 kr. á mánuði. Bakarasvein- ar, sem unnið liafa 5 ár, hafa 402.78 kr. á vi.ku eða nálægt 1743 krónum á mánuði. Að- stoðarstúlkur í brauðgerðarhúsum hal'a 822 krónur á mánuði, er þær hafa unnið 3 ár. Þannig hefur starfsgildi kvenna rýrnað með vaxandi verkaskiptingu og verkþekkingu. Karlmennirnir ryðja sér til rúms og konan sezt d liinn óœðra belik, jafnvel i starfsgrein- um, sem sérstaklega voru talin kvennaverk á dögum heimilisiðnaðarins. Ekki er mismunurinn á kjörum karla og kvenna minni í verzlunarstéttinni, eftir því sem bezt er vitað. En verzlunarfólk hefur ekki stéttarsamtök og samninga, svo að það sést sjaldnar svart á hvítu, hvernig þau kjör eru. Þó er jrað víst, að þó piltur og stúlka sitji'saman í verzlunarskóla og ljúki þar námi samtímis, stúlkan ef til vill með hærri einkunn, því slíkt fer ekki eftir kynjum, fær pilturinn að loknu námi helmingi liærri laun en stúlkan, lendi bæði hjá fyrirtæki, sem greiðir sambærileg laun. Og það hlut- fall lielzt, meira að segja er það tíðara, að bilið breikki á milli launa þeirra. Máski nýju launalögin breyti þessu eitthvað til meira jafnréttis. Möguleikar stúlkunnar til menntunar standa i ndmi sambandi við launakjör hennar. Menn benda á það sem rök gegn hæfni kvenna, að tiltölulega fáar konur gangi menntabrautina og búi sig undir embættis- próf. Ekki jrurfi að kenna því um, að þær hafi þar ekki sama rétt og piltarnir. Þar ættu þær að njóta sín. Menntunin er ekki nema að nokkru leyti undir hæfileikum komin. Menntun er fyrst og fremst fjárhagsatriði. Fyrir 10—15 árum sýndi dönsk skýrslugerð, að aðeins 4% af dönskum stúdentum komu úr verkamanna- stétt. Ég get hugsað nrér, að hlutfallið væri lægra hér. Eftir skýrslu Menntaskólans í Reykjavík 1942, þar sem getið er um stöðu foreldra 62 af nemendum skólans, var að- eins eitt verkamannsbarn, 5 áttu sjómenn að föður, enda hafa kjör sjómanna verið öllu betri en verkamanna yfirleitt. Það er þó langt frá því að vera útilokað, að fátækur piltur, sem engan á að, geti brot- izt gegnum larrgt nám, en til þess útheimtist afburðadugnaður samfara góðri heilsu, svo hann geti unnið fyrir liæsta kaupi, þegar hann vinnur. Fátæk stúlka hefur allt að helmingi minni möguleika en pilturinn, eða þeim mun minni, sem hún liefur lægra kaup, þegar bæði vinna. Stúlka er því útilokuð frá að stunda lagnt nám af eigm ramleik. En fleira kemur til greina eins og síðar mun vikið að. Hvernig stendur á, að konan er enn í þessum sporum eftir 30 ára pólitískt jafn- rétti og jafnlanga þátttöku í verklýðssam- tökunum? ÞEGAR ég liugsa um þetta, kenrur önnur spurning upp í huga mínum. Höfðu ekki karhnenn í alþýðustéttunum fengið póli- tískt jafnrétti löngu á undan konunni? Var þó ekki nokkurs ávant, að þeir lrefðu í fullu tré með að nota þau og beita þeim í hlut- falli við þær stéttir, sem lengur höfðu haft réttindi og betri aðstöðu liöfðu í þjóðfélag- inu? Þrátt fyrir jafnrétti á pappírnum var allt annar mælikvarði lagður á lífsréttindi hins fátæka alþýðunranns, en t. d. atvinnu- rekandans, embættismannsins og kaup- mannsins. Fyrir þá voru gerðar aðrar og hærri kröfur til lrverskonar nrenningar- tækja, húsnæðis, fatnaðar, jafnvel fæðis. Það, sem voru nauðsynjar þessara herra- manna, var óhófsmunaður ef fátækur al- þýðumaður átti í hlut, enda gat lrann aldrei veitt sér neitt til jafns við þá. Hinum fá- tæka var flest fullgott, jafnvel ofgott. Sá, sem gerði kröfu til einhvers skárra, var kallaður ósvífinn eða eitthvað verra. Og enn er þetta sjónarmið til, þrátt fyrir þá baráttu, sem 10 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.