Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 15

Melkorka - 01.05.1945, Blaðsíða 15
FRÍÐA EINARS: DRAUMSÝN Bliknandi höíga brá á ásýnd himins, bliktærar unnir glóðu í rökkurskímu, titrandi daggir drupu a£ höndum Grímu, dagsbirtan horfin lengst í fjarska geimsins. Á þeirri stundu komstu á móti mér mölhvítur álíur stiginn út úr bergi. Þó að þú værir, varstu að sönnu hvergi, blárökkvuð voð af bjarma huldi þig. Yfir mig þessu huldubliki brá og blærinn þuldi annarlegum rómi allt eins og lind í eyðihljóðu tómi, nú er mér brugðið, nú er öll mín þrá horfin um víða vegu eyðigeims veglaus og tíðar, birta af slökktum eldi, örlagavoð, sem vofa feigðar felldi, bliknandi höfgi á brá og ásýnd heims. liáð hefur verið, að minnsta kosti ef í lilut á sá, sem ekki getur af eigin ramleik séð fyrir þörfum sínum. Það athyglisverðasta var, að alþýðan leit. sjdlf sömu augum d þetta mál. Svo lengi hafði hún óréttinn þol- að, að hún leit d hann sem réttlœti. Allir, sem nokkuð þekkja til baráttunnar fyrir meiri réttindum og bættum kjörum verkamanna og alþýðunnar yfirleitt, vita, hvílíkan áróður hefur þurft til þess að vekja hinn umkomulitla til meðvitundar um rétt sinn og fá hann til að taka þátt í baráttunni fyrir réttindum sínum. Sjónarmið og lífs- skoðun eiga svo djúpar rætur í venjum og lífsskoðunum liðinna tíma, Iiversu rangar sem þær eru, að mikið þarf til, að ný sjónar- mið og lífsskoðun nái að festa rætur meðal almennings, enda gera þeir, sem hafa hags- muni af að halda við fáfræði og undirlægju- hætti, allt til þess að svo megi verða. Það er tæplega hægt að skilja tregðu og deyfð al- þýðunnar til þess að berjast fyrir rétti sín- um og betri lífskjörum, nema manni sé ljós margra alda kúgun hennar og örbirgð og eins það, hverjum brögðum hún var beitt til undirgefni. Var kirkjan þar máski álirifa- ríkust. Drottinn gerir fátækan og ríkan, Itann niðurlægir og upphefur, var boðskap- ur ltennar, og alþýðan heygði sig í auðmýkt fyrir hinni kirkjulegu kenningu. Alþýðukonan hefur að vonum lotið sömu örlögum og stéttarbræður hennar. Fátækt og fáfræði, kirkjuvald og konungsvald beygðu liana jafndjúpt og karlmanninn. En auk þess var hún reyrð í bönd, sem ef til vill voru enn sterkari og örlagaþyngri og sameiginleg í öllum stéttum. Hún var kona. Það sýnist ekki í sjálfu sér vera óbætanleg sök að vera konan í mannfélaginu. Móðir kynslóðanna. Það hljómar nærri því eins og lofgjörð. Og Jdó var hlutur konunnar sá, bæði í þjóðfélaginu og meðvitund manna, að sagt er, að Platon hafi í baenum sínum þakkað guðunum fyrir, að hann var fæddur sem frjáls maður, en ekki þræll, og skapaður sem karlmaður en ekki kona. Og bæn gyðingsins hljóðaði á Jiessa leið: Lofaður sé guð drott- inn feðra minna, sem skapaði mig ekki sem konu. Kona gyðingsins bað aftur á móti í auðmýkt og undirgefni: sem skapaði mig að vilja sínum. Varla er hægt að lýsa skýrar en þessar bænir gera stöðu konunnar í þjóðfé- laginu og meðvitund manna á þeirn tíma. Það er oflangt mál að rekja ltér þá sögu konunnar, er hún, frá því að vera ættmóðir- in, þ. e. ættarhöfðinginn á frumstigum mannfélagsins, varð hirin fyrsti þræll, er sagan getur um, seld og keypt og átti ekkert um að velja annað en vera ambátt karl- mannsins, annaðhvort í löghelguðu hjóna- bandi eða utan þess. MELKOKKA 11
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.