Melkorka - 01.05.1945, Síða 16

Melkorka - 01.05.1945, Síða 16
Þannig liðu aldirnar. Hin fátæka alþýðu- kona var undir þá tvöföklu sök seld að vera fátæk, umkomulaus manneskja og kona. Karlmennirnir einir mynduðu þjóðfélögin, lengst af reyndar aðeins yfirstéttir þeirra. Konan var Iivorki þegn né meðborgari, hún var sérstök þjóð innan þjóðfélagsins — kven- þjóð. Fyrir hana giltu önnur lögmál en karlmanninn, bæði stjórnarfarslega og ekki sízt siðferðislega. Og enn er þetta sjón- armið ríkjandi víðar en við viljum við kann- ast, það mótar almenningsálitið og uppeld- ið, svo að enn er t. d. litið allt öðrum aug- um á siðferði pilts en stúlku. Það er engin undur, þó stúlkur, sem hafa drukkið inn þennan liugsunarhátt með móðurmjólkinni, verði ekki skeleggir bar- állumenn í fylkingu verkalýðsins, jafnvel eklti í baráttu fyrir þvi að bceta sin eigin kjör og tryggja sér atvmnulega framtið. ÞAÐ ER vert að athuga það, að borgara- leg blöð og bókmenntir voru yfirleitt hlynnt hinu pólitíska jafnrétti. Eftir að það var komið á, þóttust þau fagna svo sjálfsögðum mannréttindum, ekki sízt þegar það kom á daginn, að konurnar gengu inn pólitísku flokkana, svo að engin hætta var á, að þær færu að pota konum inn í þingið, sem eng- inn vissi um, hvar í flokki lenda kynnu, þegar inn fyrir veggi þinghússins væri komið. Nú gegnir öðru máli, þar sem jafnréttis- baráttan er á allt öðru stigi. Vel má vera, að allir flokkar séu fúsir til að setja konur í öruggt sæti við þingkosningar, það gæti meira að segja verið mjög góð beita fyrir kvenkjósendur. Þó að það sé ekki að lasta, þá mundi það í sjálfu sér hafa litla þýðingu sem þáttur í jafnréttisbaráttu kvenna. Hin eiginlega jafnréttisbarátta konunnar er frá mínu sjónarmiði baráttan fyrir sömu laun- um, sömu skilyrðum til menntunar og meiri ábyrgðar, og því, að konan standi í verkkunnáttu karlmanninum livergi að baki, tryggari atvinnu o. s. frv. Og ennfrem- ur, að þau félagsskilyrði séu fyrir hendi, að konan geti valið sér lífsstarf og haldið því, þó að hún verði móðir, að hún þurfi ekki að velja á milli liugðarefna sinna og hæfileika annars vegar og hjónabands, heimilis og barna hins vegar. Konan verður eins og karlmaðurinn að Iiafa aðstöðu til að njóta hvorstveggja. Við konur, sem erum sósíalistar, erum fullvissar um, að þetta getur aðeins orðið í sósíalisku þjóðfélagi, og ég hygg, að sú verði raunin, að allar konur, sem af alvöru og ein- lægni hugsa þá hugsun til enda, að konan liafi fullkomið jafnrétti og livað til þess út- heimtist, muni komast að sömu niðurstöðu. Margar af gömlu kvenréttindakonunum hafa einmitt orðið sósíalistar á þennan hátt, eins og t. d. hinar gáfuðu og miklu kven- réttindakonur Pankhurst-mæðgurnar í Eng- landi, svo að aðeins eitt dæmi sé nefnt. Ég held, að forystumönnum borgarastétt- anna sé sumum hverjum þetta alveg Ijóst. Þeir hafa komið auga á það, að jafnréttis- barátta konunnar er í órofa sambandi við réttindabaráttu alþýðunnar í heild. Þeir skilja, að þeir eiga, sem yfirstétt, tilveru sína undir því, að konan haldist sem allra lengst á því stigi, sem hún er nú, ekki ein- göngu vegna þess, að þeim er nauðsyn að hafa hana sem ódýran vinnukraft, heldur einnig af því, að þeir sjá hvert frelsisbar- átta hennar hlýtur að leiða. Það er þess vegna eðlilegt, að kvenrétt- indabaráttan eigi ekki mikla stoð í málgögn- um þessara stétta. Enda kemur það á dag- inn. Allur áróður þeirra í málefnum kon- unnar beinist í þá átt að brýna fyrir kon- unni, að staða hennar sé á heimilinu, við vöggu barnsins o. s. frv., eins og það fer svo fallega í munni þeirra, sem með kunna að fara. Það er stundum ekki stórt bil á milli þessarar ýtni og þess, sem maður heyrði úr þýzkum áróðri fyrir 10 árum síðan. Þeir vita, hvað klukkan slær, herrar þeir. Aftur á móti held ég, að foringjar í verk- lýðshreyfingunni viti það ekki, þegar um þessi mál er að ræða. 12 MELKORKA

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.