Melkorka - 01.05.1945, Síða 25

Melkorka - 01.05.1945, Síða 25
skolpvaskur er annars staðar í íbúðinni og hvort sem er þari að vera sérstakur skolp- eða hreinsunarvaskur í eldhúsinu, að öðrum kosti ætti ekki að þvo upp í vaskinum. Mynd 2 í Eldhúsið II sýnir uppþvottaborð með tvöföldum vask og litlum skolpvask. í litlu eldhúsi verða þrír vaskar nokkuð fyrir- ferðarmiklir og því lientugra að hafa tvö- faldan vask, eins og mynd 3 í Eldhúsið II sýnir, þ. e. a. s. uppþvottavask og skolpvask eða hreinsunarvask lilið við hlið. Þessari tegund vaska er auðvelt að breyta í tvöfald- an uppþvottavask með því að fella sérstak- lega gerða skolskál úr ryðfríu stáli niður í skolpvaskinn á rneðan þvegið er upp. Slíka vaska og tilheyrandi skálar var farið að framleiða í Svíþjóð 1942 og þóttu þeir gef- ast mjög vel. Á uppþvottastöð er þægilegt að liafa vír- körfu (sjá mynd 4 Eldhúsið I) eða trégrind til þess að raða leirnum í, og má þá að nokkru leyti komast hjá því að þurrka hann. í skáp undir uppþvottaborði á að vera hægt að koma fyr- ir uppþvottaburstum, potta- skrúbb, stálull, sápu, sóda, helzt á rimla, og sorpfötu. Á 3. mynd Eldhúsið II er sorp- fötunni komið fyrir á liillu innan á skáphurðinni, en á þann liátt verður þægilegra að láta í hana (takið eftir lokinu). Þar sem sorprenna er í húsum, þarf að hafa útbúnað innan á skáphurðinni svo að hægt sé að festa þar bréfpoka til að safna rusíinu í. Ef þvegið er upp í bölum, verður að ætla þeim rúm undir uppþvotta- borðinu, og þar sem ekki er bekkur úr stáli eða marmara þarf einnig að vera rúm íyrir Itakka til þess að hvolfa leirnum í. Skápar undir uppþvottaborði verða að vera vel loftræstir. Eins og sjá má á mynd 4 Eldliúsið I eru rifur ofan til á hurðunum, en til þess að hringrás verði á loftinu þurfa einnig að vera göt neðan á skápnum og má koma þeirn fyrir á botninum þar sem hann gengur fram yfir undirstöðuna. Eldunarstöð Pottaskáp er oft hægt að koma fyrir sem áframhaldi af uppþvottaborði, og bezt er að liann sé einnig sem næst eldavél (mynd 4 Eldhúsið II). í litlum eldhúsum mun erfið- ara að koma fyrir pottaskáp, eins og sýndur er á mynd 5 Eldlnísið I, enda óþægilegt að hafa enga flöt í svipaðri hæð og eldavélin, þar sem hægt er að setja frá sér hluti meðan unnið er við vélina. Ylir eldavél eða til hliðar við hana á að vera hilla eða grunnur skápur, þar sem koma má fyrir salti, sykri, ]ripar, hveiti, kart- öflumjöli, te, kakó, kaffi, sem sé þeirri þurr- vöru, sem oftast er notuð beint á eldunar- MELKORKA 21

x

Melkorka

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.