Melkorka - 01.05.1945, Page 30
að nýsköpunin verður kák eitt, ef konur
verða eigi kvaddar til þátttöku og samstarfs
við karla um hin ýmsu vandamál. Ég veit,
að kona, sem aldrei finnur sig vera ábyrg-
an þjóðfélagsþegn, getur aldrei verið börn-
um sínum sönn móðir í því að ala hjá þeim
sterka þjóðerniskennd. Þar liggur í leyni
liætta fyrir nýsköpunina.
Fyrir nokkrum árum fór rnerkur maður
hér á landi aðdáunarorðum um háttvísi og
hæversku húsfreyju einnar hér í bæ, er hon-
um virtist einna gleggst koma í ljós, þá er
hún lagði ekkert til mála viðræðna hans og
húsbóndans um landsins gagn og nauðsynj-
ar. Eru íslenzkir karlmenn yfirleitt svo hé-
gómagjarnir, að þeir vilji hafa konurnar
sem þögula áhorfendur og áheyrendur? Því
vil ég ekki trúa fyrr en í fulla hnefana. í
fullri alvöru beini ég því til þeirra, sem fara
með löggjöf og ríkisstjórn þessa lands, að
þeir kveðji konur til opinberra starfa á sem
víðustum vettvangi. Til þess hafa þeir ýms-
ar opnar leiðír, t. d. með því að skipa konur
í sem flestar opinberar nefndir. Hins vegar
verða þá konurnar að taka í fullri alvöru
þátt í nýsköpuninni og leggja Jrað alveg
niður að telja sig ófærar til jojóðmálastarfa.
Sú firra þarf að hverfa úr vitund allra ís-
lenzkra kvenna, að Jrær hafi eigi aðrar skyld-
ur að rækja við þjóðfélagið en að vera hús-
freyjur og ntæður. Það ber að gera, en hitt
eigi ógert að láta. Skyldurnar við land og
þjóð eru eigi fullræktar með því. Allir ís-
lenzkir menn, konur sem karlar, þurfa nú
að duga vel og leggja sinn skerf fram til
Jress, að þeir dýru draumar rætist, er alla
Jrjóðina dreymdi vorið 1944.
f-----------------------------X
SIGRÍÐUR EINARSDÓTTIR
frá MunaÖarnesi:
HVÍTAR DÚFUR
Húmbylgjur hníga
hljóðlaust yfir jörð.
Silfurhvit lognmóða
lykur bláan fjörð.
Engi og tún
úðar nceturdögg.
Þá hvíslar í lyngi
út í húmblíða nótt.
Lítill fugl, litið blómstur!
svo hlýtt og svo hljótt.
Syng þú fugl,
sofna þú blóm.
Yfir djúþin blá
fljúga dúfur tvcer
á hvítum vœngjum,
livert vilja þœr?
I lynginu voru
liljur tvcer,
og dúfurnar komu
og kysstu þcer.
26
MELKORKA