Melkorka - 01.05.1945, Side 44

Melkorka - 01.05.1945, Side 44
inn í slíku margmenni, og því muni leik- skólar, sem starfa ekki nema 3—5 klst. á dag, henta betur.“ „Er ekki erfitt að fá starfsfólk?" „Þess er brýn þörf, að komið verði upp skóla til að mennfa barnfóstrur. Ég mundi vilja livetja ungar stúlkur til að leggja fyrir sig þetta starf framar ýmsu öðru, því að það er flestum konum meðfætt að hafa yndi af að annast börn. Það er mikill bagi að þurfa oft að skipta um stúlkur, en stúlkur þær, sem hér hafa verið, hafa verið að leita sér atvinnu til bráðabirgða og ekki kunnað til verkanna í fyrstu svo vel sem skyldi. Forstöðukona á svona stóru heimili liefur nóg að gera, þó að ekki bætist við starfssvið hennar tilsögn í vinnubrögðum. Ég hef komið á laggirnar leshring í uppeldisfræði fyrir þessar stúlkur, og hefur þeim þótt gam- an að því og áhugi þeirra á starfinu hefur aukizt, en auðvitað nægir þetta ekki.“ Nú verður mér litið á klukkuna og ég verð hrædd um að samtalið sé farið að teygjast úr hófi fram, en Áslaug fullvissar mig um, að hún Iiafi nægan tíma aflögu handa mér og spurningum mínum. Og ég lield áfram að spyrja. „Er ekki erfitt að fá surna þá hluti, sem stofnun þessi Jiarfnast, svo sem leikföngin?“ „Áður en ég lagði af stað lieim, hafði ég viðað að mér ýmsu dóti, en ég rnissti það allt,“ segir hún og áhyggju bregður fyrir í svipnum. „Ég var ein þeirra, sem komust af, þegar Goðafossi var sökkt. Þetta tjón get ég ekki bætt. Ég missti þá bækur og sýnis- horn, sem ég get aldrei fengið aftur. Það eru ekki nema þrír mánuðir síðan þetta gerðist, en samt linnst ntér vera orðið óra- langt síðan. — Því miður er það miklum vandkvæðum bundið að fá smíðuð leik- föng, eða hvað annað, sem liafa þarf. Af stjórn Sumargjafar hef ég ekki nema gott eitt að segja. Virðist hún taka með velvild öllum nýjum og skynsamlegum tillögum. Bagalegastur af öllu er skorturinn á sér- menntuðu starfsliði." Ég rís nú á fætur, þakka Áslaugu fyrir þessa ánægjulegu kvöldstund og óska henni allra heilla í starfinu. „Það hafa alltaf verið konvir á íslandiu Eftir Nönnu Olafsdóttur „Það hafa alltaf verið konur á íslandi" segir skáldið H. K. Laxness á sinn sérkenni- lega hálfkveðna hátt. Og ætli það hafi ekki komið allilla við ýmsa, bæði konur og karla? Það er nú svo öldum skiptir búið að reyna að telja konunum trú um fánýti þeirra og getuleysi til alls annars en að eiga börn (getuleysi þar hefur Jieim, að Jrví er ég bezt veit, ekki enn verið brígzlað um), að vart verður því fólki álasað, sem álítur ofan- greinda setningu ganga guðlasti næst. Hinn sífelldi söngur meðbræðranna í Jaá átt að draga úr sjálfstrausti konunnar hefur borið svo ríkulegan ávöxt, að þessir verkamenn í víngarði drottins mega vel við una. Hin sálarlega verkan á konuna varð óum- flýjanleg. Hún hlaut að fara að líta á sjálfa sig með augum mannsins: Fyrst og frernst leikfang, svo óhjákvæmilegt hjálparmeðal, til að viðhalda ættinni, og síðan leiðinda- skepna, sem aðeins gat gegnt hlutverki am- báttarinnar. Faðirinn lét syninum í arf lít- ilsvirðingu á konunni og enn í dag er Jiað 40 MELKORKA

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.