Melkorka - 01.05.1945, Side 47

Melkorka - 01.05.1945, Side 47
verksins og yfirskyggi í hljóðlátri tign hin glæsilegustu afrek karlmannsins. Það væri liægt að nefna mörg dæmi úr bókmenntum fjarlægra alda þessu til stuðnings, en eitt hið áþreifanlegasta er Penelópa Hómcrs. Þytur spunans, lágvær og tregaþrunginn, í stöðugu einvígi við örvæntingarfulla þögn, verður okkur miklu hugstæðari en brimgnýrinn og vopnalrrakið í hrakningum Odys- seifs, jafnvel þótt biðlund l’enelópu og viljaþrek sé kannski ofviða skilningi sumra nútímakvenna og lítill vafi geti leikið á því, að kostir hennar hafi miklazt á listræna vísu fyrir sjónum Hómers. Hugmyndir elleftu- aldarmannsins Omars IChayyáms um hlutverk konunnar stinga hinsvegar í stúf við hinar naglföstu borgaralegu skoðanir, sem átt hafa fjölmenna og harðsnúna formæl- endur á öllum tímum. Hann lætur sér siðferðilegar dyggðir hennar og húsmóðurhæfileika í léttu rúmi liggja, en Jrykir mest um vert, að hún sé skemmtileg ást- mey, fögur, ljóðelsk, hrifnæm, söngvinn og uin fram allt ekki í vínbindindi. Því verður ekki neitað, að kven- hugsjón Omars Khayyáms er íklædd pelli hins óraun- verulega eða fágæta og varla ákjósanleg sein fyrirmynd í daglegu lífi, cn allt um það hygg ég, að flest skáld vildu kveðið hafa unnustu sinni þessa ógleymanlegu fer- hendu lians, sem ég leyfi nrér að tilfæra hér í þýðingu Magnúsar Asgeirssonar: Ó, ástin mín, vœri okkur tveimur háð vort angurlif og gjörvallt heimsins ráð, hvort myndum við ei mola allt i smátt og móta að nýju, unz hjartans þrá er náð. VII) SKULUM hlaupa yfir miðaldirnar og sleppa blómaskeiði riddaraskáldskapar og klausturssagna, [iví að algcr Jráttaskipti unr stöðu konunnar í bókmenntun- um hefjast ekki fyrr en með frönsku stjórnarbylling- unni. Gildi frönsku stjórnarbyltingarinnar fyrir mann- kynið er óþarft að ræða hér. Hún olli aldahvörfum i sókn þess til aukins réttlætis í sambúðarháttum, frelsis og menningar. Fall lénsskijrulagsins táknaði ekki ein- ungis minni stéttamun en áður og sanngjarnari arð- skiptingu, heldur birti það jafnframt í hillingum þá stund, sem biliö milli kynjanna yrði brúað. Hjól fram- þróunarinnar tók skyndilega fjörkipp og hefur æ síðan aukið hraðann, en nýjar stefnur, tæknilegir sigrar og félagslegar umbætur hafa lneytt yfirbragði heimsins og hugmyndakerfi mannanna svo að segja ár frá ári. Smárn saman fóru skáldin að nota fleiri liti en hvítan og svart- an, Jiegar [>au máluðu mynd af konu í verkum sínum. Og samhliða því, sem aðstaða konunnar innan þjóðfé- lagsins færðist í réttlátara horf, líffræðilcg þckking jókst og sálvísindi ruddu sér til rúms, varð myndin stærri og marghrotnari, eðlilcgri og raunhæfari, en um leið sannari. I bókmenntum nítjándu aldarinnar má fylgja þessum gerbreytingum stig af stigi, þar sem skáld- in tengja konuna æ fastar við samfélagið, — umhverfið, sem lnin sprettur upp úr, menntunina, sem fellur í hlut hennar, kjörin, sem hún.býr við, en leitast einnig við að öðlast dýpri skilning á eðli hennar en áður. Að visu fjallar drjúgur hluti skáldrita Viktoríutímabilsins svo- kallaða um hvatalíf konunnar, og tugir ágætra höf- unda, ekki hvað sízt í Frakklaiuli, tóku sér fyrir hendur að beina kastljósinu að ofsafengnum eða sjúklegum kynnautnum hinna úrkynjuðustu og spilltustu yfirstétt- arkvenna, stundum í siðferðilegum tilgangi eða sálkönn- unarskyni, en oft án hvorstveggja, svo að árangurinn varð aðeins marklaus klænmi. Vanmenntuð skáld og grallarar hafa svo allt fram á þennan dag haft yndi af að semja í lélcgasta stíl þessa tímbils, gerzt sérfræðing- ar í hvílusiðum og dregið furðulega stóran lesendahóp að þessari löngu úreltu sagnalegund. En breytingarnar á mynd konunnar í bókmenntunum verða okkur bezt ljósar, þcgar við lesum verk höfuðsnillinga nítjándu ald- arinnar. Zola, Balzac, Flaubert, Maupassant, Thackeray, Tsjekoff, 'I'olstoy, Dostojefski, Ibsen og Strindberg ættu að geta staðfest þessi ummæli ásamt fjölda annarra stór- skálda, enda væri fróðlegt að bera Maríu ntey, Lysiströtu Aristofanesar og Penelópu Hómers saman við Nönu, frú Bovary, Önnu Kareninu eða Heddu Gabler. Þó mun varla ofmælt, að hlutur konunnar innan bókmenntanna hafi aldrei vcrið stærri en síðastliðin fjörutíu ár, mynd hennar aldrei lífrænni, aldrei fegurri né tignari. En á- stæðnanna fyrir því þarf ekki lengi að leita. A þessum. fjörutíu árurn liefur verksvið konunnar í þjóðfélaginu vaxið án afláts, líf og menning bcggja kynjanna vcrið samtvinnaðri en nokkru sinni fyrr, og síðast, en ekki sízt: ný þjóðmálastefna, sem tryggir konum fullkomið jafnrétti, heftir breiðzt óðfluga út um heiminn og þegar ríkt í röskan aldarfjórðung á sjötta hluta jarðarinnar. Eldur hinnar blóðugu styrjaldar, sem nú er senn á enda liðin, hefur brennt sundur síðustu leifar þeirrar kenn- ingar, að konum sé fyrirmurrað sökum áskapaðra líf- fræðilegra tálmana að geta í einu og öllu gerzt jafnokar karla. Þær hafa fyrir löngu kveðið sjálfar niður þessa firru, að því er til andlegra starfa tekur, vísinda og lista, en einmitt á þessari stundu vinna miljónir þeirra hin erfiðustu verk við hverskonar framleiðslu, stundum við aðstæður, sem hefðu verið álitnar vöskustu karl- mönnum ærin þolraun fyrir nokkrum áratugum. Enn- frémur mætti minna á, að konur leysa nú ekki aðeins af liendi vandasömustu og ábyrgðarmestu hjúkrunarað- gerðir inni i kúlnahrið fremstu víglínunnar, heldur hervæðast þær, hlaða götuvígi, gerast fyrirliðar skæru- flokka og berjast víða um lönd af dæmafárri liugprýði gegn fjendum frelsis og siðmenningar. Það væri freistandi að rita langt mál um hið nýja hlutskipti kbnunnar, ba-ði í lífi þessarar aldar og bók- menntum. Breytingarnar, sem gerzt hafa hér á landi á ótrúlega skömmum tíma, myndu einar reynast viðamik- ið rannsóknarefni. Það er til dæmis breitt bil milli gömlti bóndakonunnar við móeld fornra hlóða í sótugu torfeldhúsi og ungu húsmóðurinnar í Reykjavík, sem MELKORKA 43

x

Melkorka

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.