Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 5

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 5
MELKORKA TÍMARIT KYENNA Ritstjóri: RANNVEIG KRISTJÁNSDÓTTIR Ritnefnd: Þóra Vigjúsdóttir ■ Valgerður Briem ■ Petrína Jakobsson 1. liefti . Maí 1947 . 3. árgangur Við höfum ekki ráð á að skerða starfsorku þjóðarinnar Ejlir Rannveigu Kristjánsdóttur Hefur þú sofið í baðstofurúmi undir lekri súð? Hefurðu vaknað í frostköldu saggalofti og óskað þess, að ekkert væri til, sem héti fótaferð, hugsun eða starf, Itara mók í hnipri undir sæng, sem veitti ögn aí yl? Hefur þú sofið í svo miklum súg, að augu þín hafi fyllzt greftri, hálsinn orðið sár og hlustirnar aumar á hverri nóttu? Hef- urðu séð vonleysið í svip þrifinnar hús- móður, sem býr í skápa- og geymslufausri íbúðarkytru, þar sem öllu ægir saman? Hef- urðu fundið dauninn af óloftræstu salerni, sent 5—8 fjölskyldur nota saman? Hefurðu orðið var við það einkennifega farg, sem leggst á mann í neðanjarðaríbúð? Hefurðu virt fyrir þér braggaíbúð í forarfeni í Reyk javík, þótt ekki sé nema utan frá? Hef- ur hinn sérkennilegi tómleiki húsgagna- snauðs steinhúss í sveit nokkru sinni orkað á þig? Eða hefurðu komizt upp á það að baða þig á hverjum degi, og svo skyndilega átt á hættu að rnissa þessi réttindi þín? — Ef þú hefur reynt þetta, hfjóta húsnæðis- máfin sífefft að ásækja þig. Ef þú hefur ekkert af þessu reynt, er þér skyft að reyna að skynja það. Lausn húsnæðismála almenn- ings er nú eitt rnesta vandamál fjölmargra þjóða, og við Islendingar erum þar engin undantekning. Árið 1944 skilaði Arnór Sigurjónsson á- litsgerð til skipulagsnefndar um bygginga- mál. í þeirri álitsgerð flokkar Arnór allar íbúðir á landinu í 1., 2. og 3. flokks íbúðir. í fyrsta flokki eru öll sæmilega vel byggð liús, en þar getur þó vantað ýms þægindi, svo sem miðstöð og vatnsleiðslu. í öðrum flokki eru öll sæmilega stæðileg hus, sem að vísu eru ekki góð til íbúðar óviðgerð, „en ætla mætti að gera megi að viðhlítandi íbúð með minni kostnaði en ef ný iuis yrðu byggð í stað þeirra“. f þriðja flokki eru svo htis, „sem eigi geta talizt íbúðarhæf og eigi verður lieldur álit- ið, að tilvinnandi sé að gera við, heldur þurfi að byggja ný hús í stað þeirra". I þennan flokk liafa verið látin fafla „öll meingölluð hús, steinhús, sem eru óhæfi- lega rök eða köld, ellegar svo óvandlega byggð, að steypan mofnar niður, timburhús, sem eru fúin eða gisin sem þurrkhjallar, torfbæir, sem ekki geta lengi haldizt uppi hér eftir“. MELKORKA 1

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.