Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 10

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 10
greidd laun hjá atvinnurekenda. Þeir, sem starí'a sjálfstætt eða hafa launþega í þjónustu sinni, eiga rétt á bótum frá og með sjöttu veikindaviku, í 26 vikur samtals á ári. Þetta eru aðaldrættirnir í sjúkrabótakaflanum, með ýmsum takmörkunum þó og ákvæðum, sem kveða nánar á um mismunandi tilfelli. Um slysabœtur er sérstakur kafii með mörguni sundurgreindum ákvæðum um ýmis tilfelli. Er ekki hægt að telja það allt upp liér. Skal aðeins sagt frá því, að allir sem slasast við tryggingarskylda vinnu eiga rétt til dagpeninga, verði þeir fyrir vinnu- tjóni af slysinu. Dagpeningar eru kr. 7.50 á dag og greiðast í 26 vikur, og í vissum til- fellum lengur, álíti Tryggingarstofnunin þess þörf. Dagpen. greiðast þó ekki fyrstu 7 dagana eftir slysið og ekki nema hinn slas- aði hafi verið í 10 daga óvinnufær. Verði varanleg örorka, kemur hinn slasaði undir kaflann um örorku og fer eftir mati læknis um bæturnar, en hámark bóta er kr. 1200.00 á ári. Dánarbœtur Jreirra, sem farast af slysum, eru kr. 3000.00 til ekkju eða ekkils, og til foreldra kr. 1000.00—3000.00, eftir því að hve miklu leyti foreldrar voru á framfæri hins látna. Sama gildir um börn eldri en 16 ára, sem sökum veikinda eða örorku voru á fram- færi hins látna, er slysið bar að. Börn innan 16 ára njóta aðeins barnalífeyris sem önnur börn, sem misst hafa föður sinn. Sambýli veitir sama rétt til bóta og hjónaband, hafi sambýlið varað minnst í 18 mánuði, eða ])au hafi eignazt barn saman. Þetta eru helztu bæturnar, sem fólk á rétt á samkvæmt lögum. Ýmislegt getur þó tak- markað réttindi fólks til bótanna eða rýmk- að þau. Um Jrað eru nánari ákvæði í lögun- um, en munu þó verða sett alveg sérstaklega í reglugerð, sem enn er ekki komin fyrir almenningssjónir. -K Veila lögin fullt öryggi gegn skorti? í út- varpsumræðum frá Alþingi í fyrra, þegar lögin voru samþykkt, sagði þáverandi for- sætisráðherra meðal annars, að með lögun- um um almannatryggingar væri fyrir Jrví séð, að enginn pyrfti að liða skort í þessu landi, væri gott til Jjess að vita, jafnvel þótt tryggingarnar kostuðu ])jóðina mikið fé. Satt er Joað, að ekki J^arf að líta langt aft- ur í tímann til samanburðar, til þess að sjá, að miklar réttarbætur felast í Jressari löggjöf og þá einnig aukið öryggi. í fljótu bragði gæti fólki virzt, að svo vel sé fyrir öllu séð, að hver maður hafi nú fullt öryggi, hvað sem að höndum ber, annað en atvinnuleysi. En við nánari athugun vaknar þó fljótt sterkur efi um að svo sé. Hámark elli og örorkubóta eru kr. 100.00 á mánuði í grunn. Sé sú upphæð margföld- uð með vísitölunni 310, sem nú gildir, verð- ur það kr. 310.00 á mánuði. Og maður hlýt- ur að spyrja: Getur nokkur maður fengið húsnæði, fæði og klæði fyrir þá upphæð nú? Og svarið verður neikvætt. Það er ljóst, að bótaupphæðin er of lág til þess að hægt sé að lil'a af henni, komi ekki eitthvað til við- bótar. Sé bótaþegi sjúkur eða þurfi af öðr- um orsökum sérstakrar hjúkrunar, bætast 40% við bæturnar. Er ]:>að til mikilla bóta. Þá hygg ég, að flestum muni virðast ald- urstakmarkið 67 ár of hátt. Minnstur hluti af fólki hefur lieilsu til að vinna fram á þann aldur fulla vinnu, allra sízt menn, sem vinna erfiðisvinnu í annarra þjónustu, svo og kon- ur, sem fram um og yfir miðjan aldur hafa unnið húsmóður- og heimilisstörf, en verða eftir þann tíma að fara að vinna fyrir sér með lausavinnu utan heimilis, vegna Jjess að „fyrirvinnan" og heimilið er horfið. En örorkubæturnar? Eiga Jrær ekki að koma þarna til? í sannleika sagt veita lögin öryrkjum, sem hafa orkutap fyrir neð- an 75% mjög lítinn rétt. Öryrkjavinnustof- urnar eru ekki til enn og þær eiga að verða björg Jæssa fólks. En til þess að læknar meti orkutap manns 75% verður hann bein- línis að vera sjúkur eða svo hefur reynzt undanfarin ár i mörgum tilfellum. Það, sem 6 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.