Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 18

Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 18
Álit vort er, að þessar framkvæmdir til að veita konunni jafnréttisstöðu í þjóðfélaginu, liafi úrslitaþýðingu, ekki aðeins fyrir kon- urnar, heldur fyrir allt samfélagið, þar sem með því eru hæfileikar og kraftar konunnar leysiir til hagsbóta fyrir endurreisn allrar þjóðarinnar." Ráðherrann upplýsti, að stjórnin hefði skipað nefnd til þess að athuga, hvernig ætti að fá konurnar út í atvinnulífið, þeirri nefnd myndu fengnar þessar tillögur. Konurnar bentu þá á, að sú nefnd myndi ekki ná árangri, nema að gengið væri fyrst að hinni sjálfsögðu kröfu kvenna um sömu laun fyrir sömu vinnu. Samþykktir fundarins í Stokkhólmi Ályktun sú, sem gerð var á fundinum í Stokkhé>lmi, er ol löng til þess að birta hér og tel ég því aðeins upp hér aðalatriði hennar. 1. Samþykktir i uppeldismálum voru lagðar jyrir menntamálaráðherrann: Skólarnir verða að hafa náið samstarf við heimilin, með reglubundnum foreldrafund- unt og foreldraráðum. Kennararnir komi á heimilin og séu ráðunautar foreldranna. Skólarnir fræði börnin, jafnt drengi sem stúlkur um heimilismenningu, hreinlæti, matreiðslu o. fl. I efstu bekkjum skólanna séu unglingar fræddir um kynferðismál á viðeigandi hátt. Eftirlit sé betra með barna- bókum, blöðum og bíómyndum, og að út- varpið sé notað meira til uppfræðsíu barna og unglinga. Ráðherrann lýsti sig samþykkan þessum ályktunum í öllum aðalatriðum og lofaði að taka tillögurnar til greina. 2. Sampykktir i sjúkra- og trygginga- málum. Fundurinn setur fram kröfu um fæðingar- stofnanir. Eins og er, séu þær fæðingarstofn- anir algjörlega ófullnægjandi, sem til eru, og sé slæmt húsnæði verkafólksins ásamí ófullnægjandi sjúkrahúsum og fæðinga- stofnunum orsök þess, hve mjög líf mæðra og barna lari enn forgörðum. Ennfrémur bendir fundurinn á, að ntargra ára vöntnn á nægu starfsfólki við sjúkrahús og barnaheimili sé fyrst og fremst því að kenna, live lágt þessi störf eru laun- uð. Fundurinn vænti þess, að ríkisstjórnin gerði róttækar ráðstafanir til þess að bæta úr því ófremdarástandi, sem ríkti í þessum málum. Fundurinn vænti Jress, að samþykkt væru lög, er tryggðu afkomu inæðra og barna. 3. Samþykktir um aðstöðu konunnar i atvinnulífinu. Samþykktir um þetta efni voru lagðar fyrir formann Landssambands verkalýðsfé- laganna, Ágúst Lindberg. „Eins og verkalýðssamtökin í landi voru eru sterk, er ósanngjarnt að atvinnuval og laun sknli fara eftir því, hvors kyns verka- maðurinn er. Af sömu ástæðum er óþarfi að láta það viðgangast, að konur fái lægri laun fyrir sömu vinnu og karlar, þegar á )>að er litið, að verkalýðsfélögin hafa verið einhuga í 40 ár um kröfuna: sömu laun fyrir sömu vinnu. Fundurinn ályktar, að nti sé tímabært að framfylgja jjessari kröfu í verkalýðsfélögum. Fundurinn álítur ennfremur, að ])etta sé nú aðkallandi, þar eð tilfinnanlegur skortur sé á vinnufólki, en liann yrði leystur, ef konur l’engju sömu laun og karlar.“ Formaður landssambandsins lýsti sig sam- Jjykkan Jiessum kröfum kvennanna. Hann upplýsti, að í mjög náinni framtíð byggist hann við, að teknir yrðu npp sanmingar við félög atvinnurekenda nm laun kvenna. Auk Jiess ætti að skipa nefnd innan sambandsins til Jiess að auka þátttöku kvenna í atvinnu- lífinu. Ég hef hér aðeins sagt frá þeim sam- Jjykktum, sem mér virtust mestu máli skipta. Mörgum kann að Jjykja ég óþarflega 14 MELKORKA

x

Melkorka

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Melkorka
https://timarit.is/publication/625

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.