Melkorka - 01.05.1947, Blaðsíða 15
inni. Hann liafði hálf gaman af tilburðum
hennar, en brá þó við og fór út, þegar hann
sá, að allt stóð fast.
Leyfðu mér að eiga við þetta, kona. Var-
aðu þig á þyrnunum. Þú minnir mig bæði
á Mörtu og Maríu, þegar ég sé þig í garðin-
um, Guðrún mín. Ég held þú hefðir átt að
verða drottins þjónn, en ekki ég.
Hver veit nema ég sé það h'ka. Að minnsta
kosti hef ég meiri frið í sál minni en þú,
séra Einar.
Það segirðu alveg satt, kona góð.
Og hann hef ég fundið í blómum og
blöðum; í brumhnöppum og birkistofnum.
Þakka þér nú fyrir hjálpina, góði minn.
Komdu og setztu hérna. Finnurðu ilminn?
Einhverja angan finn ég.
Það er mjaðarjurtin, hún ilmar svona. Ég
setti hana hérna fyrir ofan byrgið af ásettu
ráði.
Sérðu ekki eftir að fara héðan, Guðrún?
Það getur nú verið að liugur minn dvelji
hér eitthvað, þó að við flytjum austur. —
Stundum finnst mér eins og sál mín sé
ofin inn í hvert blað og livern stofn í garð-
inum héma. En ég sé ekki eftir neinu. Það
er heillandi að byrja frá rótunr og sjá þenna
yndislega gróður rísa upp og gjörbreyta um-
hverfinu.
Heyrðu, Guðrún. Það er vísast að ég
reyni að hjálpa þér duglega, þegar við kom-
um að Felli.
Þú talar oft svo fallega, Einar minn
Og stundum meina ég það; þú hefur von-
andi tekið eftir því. Og nú ætla ég að segja
þér eitt í fullri alvöru. Ég skil það vel, að
þú getir farið Iréðan nreð góðri samvizku,
því það ert þu, senr lrefur kristnað staðinn.
Maddama Guðrún stóð brosandi upp.
Þá varð henni litið út í fjarskann, yfir
dalinn og fjöllin hinumegin, þar sem sólin
lrafði kvatt allt, nenra efstu brúnirnar á
Skarðstindunum — og bros hennar lrvarf
fyrir sterkri framandi þrá.
K A R I N B O Y E :
B ROT
Æ.sir riðu upphimin,
skein á skjaldarrendur,
göptu í Geigskógi
gin forynja,
brugðnir voru brandar
sem bláleiftur,
gerðist pys .og gnýr
af peysireið.
Dans stigu huldir
í daggtúni,
grœnkuðu grös
undan glófótum,
fegraðist heiðloft
og hafsstrendur,
daggfögur nótt
glóði. í dagljósi.
Huldir og œsir
sk ip t u h eimslög u m.
Drifnar voru skikkjur ása
dýrum steihum.
Eins og skuggi og skin
i slióga lundum
huldur hurfu og birtust,
hvikult var peirra far.
Svo var efni skipt
milli ása og hulda:
Erfa skyldu œsir
iorð og gerðir,
hluti handgreipa,
hluti fram komna,
kom i hulda hlut,
hvað er ekki er.
'FRÍÐA EINARS þýddi
_______________________________)
MELKORKA
II